Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 23
HVERNIG ÞAÐ BYRJAÐI
maður íneð mönnum. Hann lofar að
koma.
Fundarsalurinn var nærri fullskip-
aður þegar þeir komu inn. Á stafni
var hælakrossfáni og á veggjum
spjöld með vígorðum nazista. Her-
mann horfði af forvitni á fundar-
menn. Þeir voru flestir ungir myndar-
legir piltar sem báru sig mjög her-
mannlega og voru frekir á svip. Marg-
ir báru einskonar einkennisbúning
með hælakrossmerki á hægri hand-
legg. Vilhjálmur fór með hann að
borði innarlega í salnum, þar sátu
nokkrir menn með bækur og skjöl.
Hann talaði eitthvað við þá og áður
en Hermann var búinn að átta sig var
hann orðinn félagi. Svo var farið að
halda ræður. Mál voru hér rædd með
nokkuð öðru móti en hann hafði van-
izt í skólafélaginu og annarsstaðar
þar sem rökræður fóru fram. Ræðu-
maður, kornungur svarthærður pilt-
ur, fölleitur með stór augu hrópaði
ofstækisfullum rómi nokkrar spurn-
ingar og svaraði þeim sjálfur:
Hverjir eru valdir að þeirri niður-
lægingu sem hin göfuga þýzka þjóð
er komin í ?
Kommúnistar.
Hverjir hafa komið fjárhag ríkisins
á heljarþröm en stórauðgað sjálfa
sig?
Gyðingar.
Hver getur rétt við hag föðurlands-
ins og gert þýzku þjóðina að forustu-
þjóð heimsins?
Aðeins einn: foringinn. — Heil
Hitler!
Fundarmenn lustu upp fagnaðar-
ópi. Hælum var slegið saman og hönd
rétt upp í loftið og framávið. Aðrir
ræðumenn tóku við og héldu sömu
ræðuna með mjög litlum orðamun.
Þetta var allt svo einfalt, engar
langar skýringar, engar hártoganir,
engin vandskilin hugsun, allt klappað
og klárt, ólíkt hinum endalausu deil-
um um lítt skiljanlega hluti sem skóla-
bræður lians höfðu haft mestar mæt-
ur á.
Hermann varð heillaður af dirfsku
þessara ungmenna, skýrleik og
ákveðni, föðurlandsást og byltingar-
anda. Hann fann að hann átti sam-
stöðu með þeim.
Síðasti ræðumaðurinn bætti því við
að ekki væri nóg að tala, það þyrfti
líka athafnir, og nú vildi svo vel til að
hér í grenndinni væru kommúnistar á
fundi.
Förum allir þangað, hleypum upp
fundinum og berjum þá, kennum
þeim . . . Endirinn drukknaði í her-
ópi.
Þá var haldið af stað. Á leiðinni
voru brotnir nokkrir búðargluggar
gyðinga. Svo voru kommúnistarnir
hraktir út úr fundarsal sínum og
barðir. Margir nazistanna voru hart
leiknir í viðureigninni, en þeir höfðu
framið sína athöfn og voru hinir
ánægðustu.
197