Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
7.
Nú byrjaði nýr tími fyrir Her-
manni, nýr veruleiki. Þessar athafnir
voru líf, hann fann að hann var að
aðhafast eitthvað sem bar árangur, og
hann þurfti ekki að vera með nein
heilabrot út af því. Þetta var eitthvað
annað en leikaraskapurinn og orða-
gjálfrið frá menntaskólaárunum.
Hann gat hlegið hátt og fyrirlitlega
þegar hann hugleiddi að hann hafði
einusinni látið fleka sig út í þá
heimsku að vera að yrkja ljóð. Ahugi
hans á stjórnmálum óx vegna þess hve
þau urðu honum nú skiljanleg. Naz-
istarnir áttu svör við öllum spurning-
um: stutt og harðneskjuleg vígorð,
einföld og auðskilin, einskonar fyrir-
skipanir sem ekki þurfti að vera að
hugsa um hyað þýddu, heldur fram-
kvæma þær. Hann fann að hann var
að vinna að því takmarki að gera
þjóð sína að forustuþjóð heimsins,
eins og hún hafði verið borin til.
Hann tók með lífi og sál þátt í störfum
félaga sinna og varð brátt í afhaldi
hjá þeim sakir þess hve ódeigur hann
var og bardagafús. Hann átti sér
þegar nokkurn afreksverkalista: mis-
þyrmingar á fjandmönnum þjóðar-
innar og skemmdir á eignum þeirra.
Og hann var farinn að halda ræður á
fundum og skrifa í blöð nazistanna.
Það var bæði ánægjulegt og auðvelt.
Áhrifin lágu ekki í djúphugsuðum
kenningum heldur í síendurteknum
staðhæfingum. Hann hélt enn stöðu
sinni á skrifstofunni þó litla ánægju
væri að finna í því ómerkilega starfi
og engin von um forfrömun. í heima-
húsum hafði ekkert breytzt til batnað-
ar þó hann legði nokkuð af mörkum
sínum í heimilið í stað þess að hafa
áður lifað á kostnað þess. í stjórn-
málum hékk faðir hans alltaf í for-
tíðinni og trúði því enn að keisarinn
mundi að lokum endurheimta völd
sín. Hann talaði af fyrirlitningu um
foringjann en viðurkenndi að stefna
nazista að vígbúa Þýzkaland og út-
rýma gyðingum væri rétt. Hermann
var hættur öllum afskiptum af heim-
ilinu. Fátæktin og hugsunarhátturinn
þar var útrætt mál, annað var á dag-
skrá. Hann flutti að heiman og hitti
ekki framar sitt fólk.
8.
Og nú tekur örlögsíma hans að
festa í honum fleiri og fleiri þætti unz
hann harðfjötraður, en viljugur þó,
dansar í þeim sterka þræði.
Hann var á fundi þar sem sjálfur
foringinn hélt ræðu. Og þá bliknuðu
allar fyrri ræður fyrir töfrum hans.
Gatslitnar setningar fengu nýtt líf
þegar hann slöngvaði þeim með háu
öskri og óþýzku málfari yfir höfuð
áheyrendum sínum. Hann stóð renn-
votur á ræðustólnum og lýsti því
hvernig flugvél hans hefði orðið að
nauðlenda í þrumuveðri, en hann hélt
ótrauður áfram til að geta talað
198