Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sínu. Á þá foringinn virkilega að sæta
sömu örlögum og Napóleon, lenda í
sömu villunni og aðrir sem hafa ætlað
að ráða niðurlögum þess fólks sem
byggir þetta víðáttumikla og auðuga
land, mistakast að hrifsa til sín auð-
ævi þess úr höndum þessa Asíulýðs og
leggja þau í lófa hinnar sjálfkjörnu
forustuþjóðar heimsins?
Hermann Kreittner herforingi trúir
því ekki, og þegar hann er sendur
fram, með lið sitt, ásamt mörgum
öðrum hersveitum til að stöðva flótt-
ann, þykist hann viss um að hann
stanzi ekki fyrr en á rústum Moskvu.
En í þetta sinn varð annað uppi á ten-
ing sögunnar. Hinn þungi straumur
rússnesku herjanna sundrar her hans
og gerir hann viðskila við hann. Aðal-
stöðvar hans voru í sundurskotnu
þorpi í skógarjaðri, og svo er hann
heillum horfinn að það voru skæru-
liðar sem með fífldj arfri skyndiárás
tókst að handsama hann og flesta liðs-
foringja þá sem með honum voru.
Á þennan auvirðilega hátt endaði
hið frækilega framaskeið Hermanns
Kreittners. Stjarna hans hrapaði af
skyndingu. Hann var fluttur með öðr-
um föngum vestur á bóginn og hafn-
aði loks í ættlandi sínu hjá þraut-
píndri þjóð sem í annað sinn á sömu
mannsævinni vaknaði við þann vonda
draum að hún hafði verið höfð að
leiksoppi lítilsigldra manna sem ætl-
uðu heiminum að trúa því að þeir
væru ofurmenni.
Hermann Kreittner sat í fangabúð-
um og bjóst við því á hverjum degi að
sér mundi verða útrýmt á sama hátt
og hann hafði látið útrýma tugþús-
undum manna. Fyrst í stað hafði
hann í huga að reyna að strjúka, en
þær fréttir sem hann fékk hjá sam-
föngum sínum, sem á einhvern dular-
fullan hátt höfðu samband við um-
heiminn, voru ekki þannig að líklegt
væri að strok hefði í för með sér bætt
kjör. Óvinirnir streymdu alstaðar inn
í landið, foringinn var dauður, herinn
hafði gefizt upp, þjóðin var hertekin.
Hann hætti því öllum heilabrotum um
að taka örlög sín í eigin hendur og
beið þess í sinnuleysi sem verða vildi.
En einn dag var hann hrifinn úr því
sinnuleysi: Honum var stefnt fyrir
rétt, grunaður um stríðsglæpi. Hann
varð ekki hræddur í fyrstu heldur
æfur yfir því að þessir úrkynjuðu
menn skyldu ætla að dæma herfor-
ingja í göfugasta her heimsins fyrir
glæpi. Hann gerði sér ekki vonir um
að geta haft áhrif á dómendur sína,
en hann skyldi segja þeim til synd-
anna. Honum gafst þó ekki kostur á
að hella úr skálum reiði sinnar yfir
þessa alvörugefnu menn. Verjandi
hans hafði orð fyrir honum, kurteis
og klækileg en vitagagnslaus gegn
þeim vitnafjölda sem sakfelldi hann,
og sjálfur bar hann ekki við að neita
sönnuðum staðreyndum. Dómurinn
féll: hann var dæmdur til dauða.
Nú fór í hönd óttalegur tími, hann
202