Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 34
JÓNAS ÁRNASON
Sprengjan og buddan
i.
Ú fregn barst til íslands í marz-
mánuði síðastliðnum að banda-
rísk sprengjuflugvél hefði misst úr
sér sprengju yfir North-Carolinafylki
eftir að einn flugmannanna hafði
beitt öllu hugviti sínu til að halda
henni fastri í vélinni; en þær aðgerð-
ir enduðu með því að hann lenti á
eftir sprengjunni niður í opið á
sprengjuhólfinu og gat aðeins með
naumindum náð handfestu á neðri
brún opsins og hafið sig aftur upp í
vélina.
Ég las það í tímaritinu TIME að
sprengjur af því tæi sem hér um ræð-
ir heiti á máli bandarískra herflug-
manna grísir, en það er auðvitað
gælunafn, hið rétta nafn þeirra mun
vera úraníumsprengjur, og skilst
manni þá að þær hafi að geyma svip-
að sprengimagn og þær sprengjur
sem notaðar voru í lok síðustu heims-
styrjaldar. Það mun m. ö. o. hafa
verið svona grís sem drap 100 þús.
manns, mest konur, börn og gamal-
menni, í Hírósíma 6. ágúst 1945.
En það er annars af umræddum
grís að segja, að hann kom niður í
nánd við búgarð einn og gerði heima-
fólki þar heldur en ekki bilt við. Ekki
sprakk hann þó sjálfur sem betur
fór, en hinsvegar sprakk ofboðlítil
dýnamit-sprengja sem við hann var
tengd og gróf rúmlega sjö metra
djúpan gíg í jörðina. En slíkar dýna-
mitsprengjur eru til þess gerðar að
hleypa af sprengingunum í sjálfum
grísunum, ef þeim yrði beitt í stríði.
Þær eru m. ö. o. einskonar knallettur
á grísunum. Og 7 m djúpur gígur,
það mundi vera mátuleg hola til að
koma þar fyrir venjulegu tveggja
liæða húsi. Þetta var knallettan.
Maður skyldi halda að þessi fregn
hefði komið nokkru róti á hugi ls-
lendinga. Bandaríkjamenn hafa sem
sé herbækistöðvar hér á landi. Flug-
vélar þeirra þjóta yfir höfðum okk-
ar á hverjum degi. Það var því eðli-
legt að við spyrðum: Hver veit hve-
nær flugmennirnir í þessum vélum
upphefja samskonar loftfimleika og
yfir North-Carolinafylki, að bisa við
208