Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 39
SPRENGJAN OG BUDDAN
aðarfélagsins munu nú t. d. vera um
það bil 800 þús. sauðkindur á íslandi,
og án þess ég vilji gera minna úr
gáfnafari þessarar ágætu dýrategund-
ar en efni standa til, þá leyfi ég mér
að fullyrða að ekki ein einasta af
þessum átta hundruð þúsund sauð-
kindum óttist vetnissprengjuna hið
allra minnsta. Eða með öðrum orð-
um: Ef áhyggjuleysi gagnvart vetnis-
sprengjunni á að gilda sem mæli-
kvarði á hugrekki, þá má hiklaust slá
því föstu að ekki sé til svo hugrakk-
ur maður á öllu Islandi, að jafnvel
hin hjartveikasta sauðkind sé ekki
hugrakkari en hann.
Nei, okkur vantar ekki hugrekki
sauðkindarinnar. heldur hræðslu. Eg
er þó ekki að biðja um panikk, ofsa-
hræðslu. En ég vildi gjarnan sjá með
íslendingum meiri merki þeirrar
hræðslu sem greinir manninn frá
skynlausum skepnum, þeirrar hræðslu
sem er sprottin af mannlegum vits-
munum, hæfileikanum til að sjá fyrir
aðsteðjandi hættu og haga sér sam-
kvæmt því. Það er enginn hetjuskap-
ur að bíða þess áhyggjulaus eins og
sauðkind að verða drepinn. Það er
enginn hetjuskapur að deyja. Það er
kannski ekki heldur neinn hetjuskap-
ur að lifa. En það er skylda okkar.
Það er skylda okkar að gera allt sem
í okkar valdi stendur til að fyrir-
byggja það að glæpamenn eða vit-
firringar geti einn góðan dag tekið
sig til og drepið okkur og börn okkar,
og vini okkar og kunningja, og þjóð
okkar. Það er skylda okkar við lífið.
Það er skylda okkar við það líf sem
er okkar eigið líf — og líf alls mann-
kynsins.
Og hvernig eiguin við að rækja
þessa skyldu? Hvað eigum við að
gera til að bægja kjarnorkuógnunum
frá Islandi? Hvernig getum við bezt
lagt lið þeirri viðleitni góðra manna
að draga úr spennunni í alþjóðamál-
um og efla heimsfriðinn?
Fyrst og fremst verðum við auð-
vitað að lýsa á ný yfir ævarandi hlut-
leysi okkar í hernaðarátökum, segja
upp hernámssamningnum, losa okkur
við herstöðvar Bandaríkjanna, senda
þessa dáta þeirra heim til sín, banna
þessum helsprengjuakróbötum þeirra
að koma nærri okkur.
Þetta virðist vera einfalt mál. Og
þó er ekki víst að það sé jafn einfalt
í augum allra íslendinga. Hér er'
nefnilega komið að buddunni hjá
vissu fólki, því fólki sem gengur með
budduna á sama stað og hjartað.
Þetta er sem sé siðferðilegt spursmál.
Og við athugun á því má vera að
maður finni skýringu á ýmsu því sem
furðulegt má teljast í fari íslendinga,
og þar á meðal því hve margir þeirra
virðast ekki liafa meiri áhyggjur af
vetnissprengjunni en sauðkindin.
II.
Það er sem sé þetta með siðferðið
og budduna.
213