Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 41
SPRENGJAN OG BUDDAN ustumenn Alþýðuflokksins létu lokk- ast út á, hún stendur alltaf opin með sínar borgaralegu freistingar, og því ber öllum sönnum verkalýðssinnum að vera á verði gegn því að sorgar- saga þess flokks endurtaki sig. Það gæti sem sé ennþá hent gamla verka- lýðsflokka að selja sjálfstætt fólk fyr- ir silfurdót. En látum vera þó að einstaklingar og flokkar spillist. Þeir eru þó ekki nema einstaklingar og flokkar. En ef heil þjóð spillist, þá getur svo farið fyrr en varir að vonlaust verði um björgun. Ég ætla aftur að segja dæmisögu. Ég átti eitt sinn tal við ungan mann sem vann á Keflavíkurflugvelli. Ég spurði hvernig væri að vinna þar. „Næs,“ sagði hann. „Plentí skæs og rólegheit.“ Hann kvaðst hafa, minnir mig, 1400—1500 krónur á viku fyrir að rétta út hendina 40—50 sinnum á dag og afhenda smiðum hamra, spor- járn og önnur verkfæri. „Ekki nema 40—50 sinnum?“ sagði ég. „Nei,“ sagði hann, „gæjarn- ir nota ekki meira af verkfærum. Þetta er kósí djobb, lagsmaður, kósí djobb.“ Reyndar sagði hann, að einu sinni hefði einn af hershöfðingjunum far- ið að skipta sér af vinnubrögðunum, svo að allir urðu hræddir og unnu eins og brjálaðir menn í heila viku. „Hvað þurftirðu þá að rétta út hendina oft á dag?“ spurði ég. „Minnsta kosti hundrað sinnum,“ sagði hann. En svo lagaðist þetta. Hershöfðing- inn hætti afskiptasemi sinni, og vinn- an færðist í eðlilegt horf. Handlang- arinn sagðist hafa orðið ósköp feginn því; hann hefði nefnilega verið búinn að fá snert af sinaskeiðabólgu. Á ég að segja ykkur hvað mér þótti merkilegast við þessa sögu? Það var sjálfsánægja sögumanns. Það var nefnilega síður en svo að vart yrði hjá honum blygðunar yfir því að hann, ungur og fullfrískur fslending- ur, héngi þarna suður á Velli og hirti laun hjá Kananum fyrir að gera sama sem ekki neitt. Þvert á móti var hann hinn roggnasti yfir þessu, beinlínis hreykinn, það leyndi sér ekki að hann leit á sjálfan sig sem helvítamikinn kall fyrir þetta. Ég man, að einmitt um þetta sama leyti var frá því sagt í blöðum að einn jafnaldri þessa unga manns hefði hent sér út af fiskiskipi í vonzkuveðri eftir félaga sínum sem skolað hafði út, og tekizt með ein- stakri karlmennsku að bjarga honum. En ég er stórefins í að sá maður hafi verið nokkuð meiri maður fyrir það afrek sitt, í augum handlangarans, heldur en handlangarinn var sjálfur í sínum eigin augum fyrir það hvað hann var nú glúrinn að ná sér í 1500 krónur á viku með því að rétta út höndina 40—50 sinnum á dag. Gömul siðferðisviðhorf, gamall sið- ferðisskilningur, gamall mælikvarði á 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.