Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 43
SPRENGJAN OG BUDDAN ,.Meiri her!“ Já, það er þýðingarlaust annað en viðurkenna staðreyndir: Það sem stór hluti íslenzkra kjósenda sagði í tvennum síðustu kosningum var ein- faldlega þetta: „Meiri her!“ Hugsun- arháttur þessa fólks er orðinn svo spilltur, að það væri sama hvað ein ríkisstjórn gengist fyrir miklum verk- legum framkvæmdum, keypti mörg fiskiskip, reisti mörg fiskiðjuver, byggði mörg orkuver, sama hvað hún tryggði okkur víðáttumikla landhelgi, sama hvað hún gerði mikið til að efla íslenzkt atvinnulíf og auka velmegun manna af heiðarlegum íslenzkum framleiðslustörfum, slíkt skírskotar bókstaflega ekki til þess fólks, er ég nú nefndi, — þetta fólk vill hafa „plentí skæs og rólegheit“ — fram- tíðardraumar þess eru allir bundnir áframhaldandi hernámi landsins, áframhaldandi austri bandarískra blóðpeninga útyfir íslenzkt þjóðlíf. Þessvegna kýs þetta fólk ekki þá sem vilja kaupa ný og fullkomin fiskiskip, svo að við getum veitt meiri fisk og lifað eins og menn í landinu, heldur kýs það hina, sem opinskátt krefjast áframhaldandi hernáms, svo að æ fleiri okkar megi leggjast á spena hinnar bandarísku hernaðarbúkollu og verða að siðferðilegum aumingj- um. Og hvernig stendur á þessu? Ástæðurnar eru auðvitað margar, of margar til þess að þær verði allar ræddar hér. Eina þeirra má ég til með að ræða alveg sérstaklega, þó ég hafi reyndar oft ritað og rætt um hana áður, en það er sú ástæðan sem við hernámsandstæðingar sjálfir berum ábyrgð á. Það er sem sé skoðun mín að við höfum ekki sem skyldi beitt áhrifum okkar til að þjóðin mætti halda sið- ferðilegri vöku sinni gagnvart her- náminu. Af okkar hálfu hefur til dæmis gætt furðumikillar tilhneiging- ar til að afsaka athæfi þeirra manna sem hafa horfið til hernámsvinnu, þó að starfskrafta þeirra væri þörf við íslenzka framleiðslu, í stað þess að segja við þá eins og satt var, að þeir ættu að skammast sín fyrir þetta. Og þessu hafa að sjálfsögðu ráðið sjón- armið þeirrar vondu stefnu sem nefnd hefur verið hentistefna. Þeir sem helzt hafa haft orð fyrir okkur á opinberum vettvangi hafa hikað við að segja allan sannleikann um þessi mál af ótta við að styggja handlang- arana, og missa þar með fylgi þeirra. Málflutningnum hefur sem sé verið hagað með tilliti til þess að þrátt fyrir allt væru handlangararnir atkvæði. Jafnframt hafa svo talsmenn okkar haldið uppi hörðum árásum á auð- stéttina fyrir það illa verk að selja landið fyrir peninga. En um hitt hefur verið þagað, að launin til verka- manna og iðnaðarmanna á Keflavík- urflugvelli og öðrum herstöðvum hér eru greidd úr nákvæmlega sama sjóði 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.