Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gángsleysi slíkrar bókiðju nú á dög- um. Enn gat ég árnað pólínamönnum heilla vegna einkennilegrar samstöðu sögulegrar við mína þjóð með tilvitn- un til þeirrar staðreyndar að báðir taka við trú frá Rómi á svipuðum tíma, semsé nær aldamótum 1000, al- veg nákvæmlega á því tímabili þegar rómskristni var svo aum að einginn félagsskapur á jörðu hefur komist á lægra stig andlega og siðferðilega svo menn viti. Þetta var sú tíð þegar páfar og aðrir sómamenn þessa félags voru allir með hugann við það hvernig þeir gætu komið eitri hver ofaní annan á sem áhrifaríkastan hátt, -—- einmitt þá urðu bæði íslendíngar og pólínamenn svo hrifnir af stefnunni að þeir gerð- ust kristnir. Kanski er mart verra en koma van- þekkíngarstór í eitthvert land, — en þó því aðeins að maður sé að sama skapi hleypidómafár. Það getur orðið sorgþrúngið að koma í eitthvert land svo úttútnaður af lærðum villum, að andblær staðreynda sem fyrir augun ber fái í aungu umþokað hleypidómum manns — einsog þegar breski herinn tók upp hvítabjarnar- merkið handa herdeildum sínum á Is- landi í stríðinu, af því þeir höfðu lært heima hjá sér að hér væri land hvíta- bjarnarins. Hjá þeim sem þetta ritar voru hleypidómarnir um sléttumenn ekki rótgrónari en svo að ég gat tekið hvítabjarnarmerkið af upphandleggn- um sársaukalítið fyrsta daginn, en í þess stað varð í sálinni rúm fyrir tíl- tölulega óskaðlega hissu. Þegar ég segi að hleypidómarnir hafi hjaðnað sársaukalítið á ég ekki við að allar staðreyndir hafi endilega verið fagnaðarríkar. Ónei. Aðeins vildi ég sagt hafa að Pólland gefur flestum mönnum, að ég hygg, ekki ástæðu til „sársaukafulls endurmats“ í þeim skilníngi sem sá margívitnaði opinberunarbókari nútímans Dulles leggur í þau orð. í mörgu falli var viðkynníngin gleðjandi og uppörv- andi. Til dæmis þóttist ég veita því eftirtekt frá fyrstu stundu í Varsjövu, að ekki aðeins þeir sem ég þurfti að hitta, heldur einnig þeir sem ég átti orðastað við að erindislausu, voru einkar ávarpsgott fólk, glaðbeitt, hlát- urmilt, með gamanyrði á hraðbergi. Mér þótti líka viðfeldið að sjá hve margir geingu í Ijósum fötum úr létt- um efnum, en fáir svartklæddir. Skrýtið fanst mér hve margir virtust hlæa með sjálfum sér er þeir geingu einir saman á götunni, -— að hverju voru þeir að hlæa? Þetta var of al- geingt til þess ég treysti mér að draga þá ályktun að komið væri rutl á svo mart fólk í staðnum. Stundum bar ég upp fyrir pólverjum þá spurníngu, hversvegna þjóðir sem haft hafa passé difficile (í Póllandi er altaf franska við útlendínga) og borið þúngar sorg- ir séu að öllum jafnaði léttlyndari en hinar sem laungum áttu góða daga. Sléttumönnunr þótti gaman að þessari 224
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.