Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það væsir sannarlega ekki um þann sem er gestur hjá pólínamönnum, þeir gæða honum á öllu sem þeir eiga best og Ijá honum vistarveru í allramestum viðhafnarhótelum sínum fornum. Þeir hafa fyrir gesti sína margar og tíðar „móttökur“, oft í veglegum húsakynn- um opinberum, með góðri risnu, þar sem gestgjafar eru stofnanir og félög; þeir eru hinir mestu hofmenn í fram- gaungu; en mér voru það dálítil von- brigði að einginn skyldi bjóða mér heim til sín þessa tíu daga sem ég dvaldist í landinu (sinn siður í landi hverju: á eftir var ég viku í Belgíu, einnig hálfopinber gestur, og var boð- ið á heimili fjölda manna, þó ég ann- aði ekki að koma nema á fá). Það er ævintýralegt að stíga fótum í Varsjövu, borg sem var jafnað við jörðu af prakkaraskap fyrir skemstu. Óvíða sannfærist maður eins sterk- lega og hér um að hernaður þjóðverja í síðasta stríði var í aðalatriðum ein- hverskonar tröllaukinn húlíganismi. Furðulegt að hafa svona gaman af að skjóta saklaust fólk og brjóta niður hús þess. Látum vera að sértrúarmenn hafi þá kreddu að gyðíngar (eða biflíulesarar eða kommúnistar) séu af djöflinum og því beri að leggja bústaði þessa fólks í auðn og stúta hverju mannsbarni. En að nenna að brjóta niður heila höfuðborg sem eingin sérstök kredda er til um í ka- tekismanum, hús fyrir hús, uns ekki er eftir utan eyðimörk, og lífláta eins háa hundraðstölu af fólkinu og liægt er að komast yfir, — slíkt er heims- undur. Þó fanst mér einna hlálegast að réttáðuren þjóðverjar flúðu úr borginni skyldu þeir gefa sér tóm til að mala konúngshöllina fornu til agna ásamt með gömlu hallarkirkj- unni. Þar voru þó ekki einusinni manneskjur inni sem samkvæmt ein- hverri formúlu bæri nauðsyn til að níðast á, því í höllina hafði ekki kom- ið kóngur síðan árið sautjánhundruð og súrkál og í hallarkirkjunni var einginn hlutur að skeyta á skapi sínu utan María mey með sveininn og ein- hverjir tiltölulega meinlausir dýrlíng- ar. Það er bersýnilegt að þeir menn sem hernámu Varsjövu hafa haft ein- hverskonar barnslegt gaman af spreingíngum; hina fornu konúngs- borg Kraká urðu þeir samt höndum seinni að eyða af því Jieir voru orðnir í svo miklu ani að forða sér undan rússum. Það hlýtur að hafa verið Jrúng reynsla fyrir svo ágæta spreing- íngamenn að mega ekki leingur stansa á hlaupum til að spreingja upp eina horg. Því miður spreingdu amríku- menn mikið fyrir þjóðverjum á móti nær lokum stríðsins og gilti þá um þjóðverja svipað lögmál og um óþekka krakka; aungvir bera sig jafn- illa né gráta jafn sáran sé skemt fyrir Jreim. En maður er orðinn því vanur að horfa á „das deutsche Wunder“ í ólík- um myndum, og eyðíng staðarins er 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.