Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 57
SJO FURÐUR SLETTUMANNALANDS sjövu fólk standa í laungum biðröð- um að reyna að kaupa sér kjöt. Sam- fylgdarfólk mitt þarlent sagði að í þessu dásamlega landbúnaðarlandi væri kjötekla, margir góðir menn sæu ekki slíkt góðgæti á borðum sínum nema endrum og eins. Með öðrum orðum, pólínamenn eru ekki að því skapi miklir búhöldar sem land þeirra er tilvalið til jarðyrkju. Uppistaðan í nafni þessa fagra gróðursæla lands, „pol“, kvað merkja kornakur. En þeg- ar menn sögðu mér aftur og aftur, og vitnuðu í tölur, að á undanförnum ár- um hefði orðið að flytja brauðkorn til Póllands, þá sagðist ég neita að trúa; fyndist mér líklegra, að ef þeir dæu úr húngri í miðri þessari matar- kistu, þá væri það til að fylgja dæmi asnans hjá Heine, sem drapst í miðj- um heyflekk „af því hann fékk ei úr því skorið hver útheystuggan mundi best“. Hinn kommúnistiski járnvilji rússa, sem er sögulega grundvallaður hjá þeim, virðist ekki eiga sér hliðstæð rök í Póllandi; slíkan vilja er ekki hægt að sníða mönnum eftir máli, allra síst þar sem hlutlæg skilyrði vantar til slíkrar trútekníngar. Því er hætt við að stjórnarfar sem blessast f Rússlandi og liggur þar flestum mönnum í augum uppi, enda í sam- ræmi við almennar erfðir þeirra og geymdir, eigi erfitt uppdráttar og gefi minna en skyldi í aðra hönd hjá pólínamönnum sem stæra sig af ein- staklíngshyggju og segja: hjá okkur hefur hver maður sína heimsskoðun. Frjálsræði er mikið í Póllandi í tali manna, segir hver upphátt við annan það sem hann hugsar. Menn finna að gerðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt grundvallaratriðum lýðræðislegrar hyggju og eru ekki hræddir við pólití- in; þó eru þeir varir um sig á prenti og vilja fyrir aungvan mun veikja Gómúlku útávið. Þeir prenta jöfnum höndum erlendar þýðíngar úr austri og vestri, meira að segja enskar og franskar bækur frá tímum feðra okk- ar og afa, sem sumir afturúr-menn kalla ,jnútímalegar“ (þ. e. hættuleg- ar), einsog t. d. Proust og Joyce. Pólska rithöfundafélagið sendi Past- ernak um daginn árnaðaróskir vegna Nóbelsverðlaunanna. í hótelum og söluturnum má kaupa ensk, frönsk og amrísk stórblöð, en þau voru venju- lega frá því fyrir fjórum dögum, stundum meira að segja vikugömul (þó var Pravda sjaldan eldri en síðan í gær). Fátt er jafn hlægilegt í nú- tímastórborg og maður sem er að lesa fjöra daga eða vikugamalt blað; bréf til mín úr nálægum löndum að vestan (tveggja tíma flug) voru viku að komast til Varsjövu. Ég hætti mér ekki útí umræðu um pólskar bókmentir sakir ofstórrar vanþekkíngar minnar, en margir pólskir rithöfundar eru góðvinir mín- ir sem ég hef kynst á alþjóðlegum þíngum, og suma þekt leingi einsog 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.