Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 64
Söguleg bókmenntaverðlaun
jT) ókmenntaverðlaun Nóbels voru að þessu sinni veitt rússneska skáldinu Boris Paster-
nak svo sem frægt er orðið. Veitingin átti sér sögulegan aðdraganda og hleypti af stað
miklu fárviðri, eins og að venju þegar Rússland á í hlut. Pasternak er aldraður höfundur
(f. 1890), var þroskað skáld fyrir hyltingu og hefur síðan gefið út allmargar bækur. Oðru
hvoru hefur hann sætt gagnrýni hjá þeim sem hafa viljað sveigja bókmenntirnar í ákveð-
inn farveg í þágu þjóðfélagsins, þótt borgaralegur í hugsun, en hefur eigi að síður verið
mikils metinn sem Ijóðskáld og þýðandi og átt hóp aðdáenda, af ýmsum talinn bezta Ijóð-
skáld Rússa, en verið lítt kunnur erlendis og fátt þýtt af Ijóðum hans. Nafn hans varð
hinsvegar skyndilega frægt á Vesturlöndum árið sem leið þegar fréttir bárust af nýrri
skáldsögu eftir hann, Sívagó lœkni, sem hann hafði sent tímaritinu Novy Mir í Moskvu til
útgáfu. Birtust í því kaflar úr sögunni, en þegar ritstjórnin kynnti sér hana betur, leizt
henni ekki á blikuna og ritaði höfundi bréf með ítarlegri greinargerð fyrir því að ekki
gæti orðið af útgáfu (bréfið er birt hér á eftir). Um svipað leyti hafði Pasternak sent
handritið ítölskum útgefanda, Feltrinelli að nafni, og var sagan þýdd og kom frumútgáfa
hennar í fyrra á ítölsku. Aður hafði höfundur, líklega eftir áskorun eða ráðleggingum frá
stéttarbræðrum sínum í Rússlandi, óskað eftir að fá handritið endursent til að gera breyt-
ingar á því, en útgefandi neitaði, og var neitunin því sögulegri sem formaður Rithöfunda-
sambands Sovétríkja var milligöngumaður hans og höfundar, en talin runnin af pólitískum
ástæðum (útgefandinn hafði um sama leyti sagt sig úr kommúnistaflokknum á Ítalíu og
hókin kom eins og happ í hendur). Og nú varð „Pastemak-málið“ stórfrétt á Vesturlönd-
um og tilvitnanir úr Sívagó lækni, þar sem höfundur fór sem þyngstum orðum um bylt-
ingu eða sósíalisma, mátti lesa hvarvetna í vikuritum og dagblöðum. Sjálfur kveinkaði
Pasternak sér undan misnotkun á bókinni með orðum á þessa leið: „Allir skrifa þeir um
hana (Sívagó lækni). En hvað vitna þeir í? Alltaf sömu staðina, ef til vill þrjár síður úr
bók sem er sjö hundruð síður“ (Der Spiegel, 19. nóv.). í stuttu máli: bókin var hagnýtt
eftir beztu föngum (jafnvel áður en hún kom út) í þeirri staðföstu iðju að níða Sovétríkin
og auglýst sem áfellisdómur yfir skipulagi þeirra, og þótti enginn hafa gefið kommúnism-
anum aðra eins ráðningu og Pasternak en jafnhliða var Sívagó lækni á loft haldið sem
einstæðu listaverki og borið á söguna lof sem hún stendur vart lengi undir. Þessi auglýs-
ingaherferð sem krýnd var með því að Pasternak voru veitt Nóbelsverðlaun gerir skiljan-
legri þau viðbrögð sovétrithöfunda, sem mestum mótmælum hafa sætt, að gera hann brott-
rækan úr samtökum þeirra og vilja svipta hann rithöfundarheiðri. Eftir það sem á undan
var gengið litu þeir á veitingu sænsku akademíunnar sem móðgun við Sovétríkin og sovét-
bókmenntir og töldu rússneskum höfundi ekki samboðið að þiggja verðlaunin eins og þau
238