Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 69
BORIS PASTERNAK
þann nýja, „pasternakískan“ Paster-
nak og klassískan Pasternak. Lengra
komst hann ekki. Honum er öðruvísi
farið en Eluard, því sum orð, — það
er að segja sum efni, — hafa alltaf
verið honum bönnuð á dularfullan
hátt.1 Sovézkri gagnrýni hefur senni-
lega skjátlazt mest þegar hún leit á
þetta sem viljandi val, siðferðilega
villu (líkt og öll skáld geti ort um öll
efni). Slík mistök sem Pasternak
urðu hálft í hvoru á hefðu einmitt
getað leyft gagnrýnendum að notfæra
sér ábendingar Marx, sem Mehring
hefur varðveitt, um hinar tvær teg-
undir skálda: þau sem tjá veröld sína
eins og hún lítur út, og hin sem tjá þá
aðferð sem þeir hafa reynt að beita
til að ná valdi á veröld sinni; það er
að segja skáld sem eru einkum hlut-
læg og skáld sem eru einkum huglæg.
En því miður er ekki nóg að Zdanov
hafi stundum haft á röngu að standa
til þess að Pasternak hafi alltaf á
réttu að standa. Svo einfaldir eru
hlutirnir ekki. Það verður mikið tal-
að um Sívagó lœkni, bæði með hon-
um og móti. Pasternak mun nú í
nokkra mánuði hljóta sömu meðferð
í hráskinnsleik vestrænna blaða sem
Dúdintsev og Lucács hafa hlotið um
sinn. Það verður skolið rétt framhjá
skáldskap Pasternaks, hann mun ekki
öðlast neinn nýjan nærfærinn les-
enda, enginn mun meira að segja
koma auga á hinn sanna lærdóm sem
draga má af lífi og skáldskap, og
mistökum Pasternaks. Idealískt skáld
mun enn einu sinni hafa breytt sliti
lífs síns í algilda kenningu um al-
heimsþreytu. Og síðan munu menn
gleyma áhaldinu sem þeir notuðu í
Sívagó-hernaðaraðgerðinni. Allir
nema hinir ósérplægnu vinir ljóða
Pasternaks, hvort sem þeir eru af
hinni nýju kynslóð eða ekki. Þeir
vita, eða þeir eru að komast að raun
um, að hrifningin verður að styðjast
við góða dómgreind, ef hún á að
þola nagg áranna.
(Lauslega Jrýtt upp úr tímaritinu Voies
nouvelles, apríl 1958).
D Þetta er tilvitnun í frægt ljóð eftir Eluard.
243