Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 73
BRÉF TIL BORIS PASTERNAKS
tilhneiging til að flokka sig saman er
skálkaskj ól hæfileikaleysisins, það
skiptir ekki máli, hvort Solovjov eða
Kant eða Marx trúir því. Sannleikans
leita menn ávallt einir útaf fyrir sig,
og slíta sig frá öllum sem ekki elska
sannleikann nógu mikið. Er nokkuð
til í þessum heimi sem á skilið að
því sé sýndur trúnaður? Það er harla
fátt.“
Þessi orð eru á sínum stað í tengsl-
um við leit Nikolaj Nikolajevitsj að
guði, en strax í öðrum þriðjungi
verksins sjáum við, hvernig þessi orð
verða smám saman meir og meir ein-
kennandi fyrir afstöðu höfundarins til
fólksins og til byltingaraflanna.
Og svo kemur þá byltingin. Hún
kemur söguhetjum yðar alveg á óvart,
því hvað mikið sem þær hafa talað
um hana, þá búast þær í rauninni alls
ekki við henni, og þegar hún er fram-
kvæmd rekur þær í rogastanz. Þegar
byltingin kemur til sögunnar hjá yður
er meira að segja erfitt að greina
Kerenski-byltinguna frá Októberbylt-
ingunni. í skáldsögunni virðist þér
skera allt við einn kamb, allt árið
1917, þá breytist allt, hið fyrra líf
þessara „sannleiksleitandi einfara“
sem þér lýsið hrynur ekki í rúst í
einu vetfangi, en allt heldur áfram
að breytast með meiri og meiri hraða.
Líf þeirra verður í æ ríkara mæli háð
þeim stórkostlegu atburðum sem voru
að gerast í landinu, og einmitt það að
líf þeirra verður háð þessari fram-
vindu fyllir þá meiri og meiri beiskju
og kemur þeim til að harma það sem
hefur gerzt.
Það er erfitt að hugsa sér skáld-
sögu, þar sem margir kaflar fjalla um
árið 1917, og samt er ómögulegt að
vita, hvað er hvað, Kerenskíbyltingin
eða Októberbyltingin. Þetta er erfitt
að hugsa sér, en í skáldsögu yðar er
það einmitt svona! Það er erfitt að
hugsa sér að Kerenskíbyltingin og
seinna Októberbyltingin sem urðu til
að skipa svo mörgu fólki í andstæðar
fylkingar hafi alveg farið framhjá
persónum í skáldsögu sem skrifuð er
um þetta tímabil. Það er erfitt að
hugsa sér að fólk sem lifði andlegu
lífi og skipaði ákveðnar stöður í
þjóðfélaginu hafi ekki tekið neina af-
stöðu til atburða eins og valdatöku
Kerenskis, atburðanna sem urðu í
júlí, Kornilov-uppþotsins, Október-
byltingarinnar, valdatöku ráðanna,
og upplausnar stjórnlagaþingsins.
Engin af persónum bókarinnar tal-
ar beint um áðumefnda atburði, eða
fellir skýlausa dóma um það sem þá
var að gerast í landinu. Vitaskuld má
segja að höfundurinn hafi einfaldlega
ekki viljað nefna hlutina sínum réttu
nöfnum, ekki viljað fella ákveðna
dóma, hvorki sjálfur né fyrir munn
persóna sinna, kannski er þessi stað-
hæfing að nokkru leyti rétt, en allan
sannleikann segir hún ekki. Sannleik-
urinn er að okkar áliti sá, að „hinir
sannleiksleitandi einfarar“ í skáldsög-
247