Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 77
BRÉF TIL BORIS PASTERNAKS
manna og þá einkum Zívagos sjálfs
sem þér leitizt við að kveða upp dóm
yfir öllu sem komið hefur verið til
leiðar í landi okkar og byrjið á Októ-
berbyltingunni. Auk þess má með full-
um rétti segja og án þess að ýkja
nokkuð, að engar persónur í bókinni
eigi jafn skilyrðislausa samúð yðar
og Zívago læknir og skoðanabræður
hans, og kveður svo rammt að þessu
að samtöl þeirra eru því líkust sem
þér séuð að ræða við sjálfan vður.
Við þetta má bæta, að þér leggið
ekki eins mikla alúð við neitt í skáld-
sögunni og að tjá hugsanir og skoð-
anir þessara manna, og þeir sem í
sögunni eru fulltrúar annarra skoð-
ana eiga engin skýr einstaklingsein-
kenni, þeir koma þar aðeins fram sem
„hjörð“ svo notuð séu yðar eigin orð.
Þeir eru mállausir, þeim er hvorki
gefinn hæfileiki til að hugsa, né
möguleiki til að andmæla þeim dómi
sem kveðinn er upp yfir byltingunni
í skáldsögu yðar, dómarinn og hinn
opinberi saksóknari er þar einn og
sami maður — Zívago læknir.
Við endursendum yður hér með
handritið að skáldsögunni Doktor
Zívago.
í sept. 1956
B. Agapov, B. Lavrénév, K. Fedin,
K. Simonov, A. Krivitskij.
Geir Kristjánsson þýddi úr frummálinu.
251