Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 81
HARALDUR JÓHANNSSON
Laun og tollar
Iritgerð sinni „Tollvernd og raun-
veruleg laun*11 halda Wolfgang F.
Stolper og Paul A. Samuelson því
fram, að verzlun milli landa, án til-
lits til áhrifa á viðskiptakjör og
þjóðartekjur, geti haft í för með sér
launaskerðingu. Sú skoðun, þótt nú
njóti almennrar viðurkenningar,
braut í bág við nær allt það, sem hag-
fræðingar höfðu um þessi efni skrif-
að, er hún var sett fram. Ályktanir
þessar voru dregnær af þeirri kenn-
ingu, að verzlun milli landa leiði til
verðjöfnunar framleiðsluþátta.
I.
Stolper og Samuelson færa í ritgerð
sinni ítarleg rök að þessari niður-
stöðu. I stuttu máli verður þó sagt frá
efni ritgerðar þeirra.
Grundvöllur röksemdafærslunnar
er sú kennisetning, sem kennd er við
Heckscher og Ohlin, að „misjafn
kostur framleiðsluþátta sé orsök þess
misræmis framleiðslukostnaðar (í
peningum), sem leiði til verzlunar
milli landa“.2 Algengir framleiðslu-
þættir eru ódýrir, en fágætir dýrir.
Til útflutnings eru framleiddar þær
vörur, sem eru að tiltölulega miklu
leyti unnar úr ódýrum framleiðslu-
þáttum, en inn eru fluttar hinar, sem
eru að tiltölulega miklu leyti fram-
leiddar úr dýrum framleiðsluþáttum.
Vegna viðskipta við önnur lönd eykst
þess vegna tiltölulega eftirspurn eftir
algengu framleiðsluþáttunum, en
dregst saman eftir fágætu framleiðslu-
þáttunum. Verzlun milli landa veld-
ur þannig verðjöfnun framleiðslu-
þát'a.
í fyrstu liggja til grundvallar álykt-
unum ritgerðarinnar nokkrar til-
nefndar forsendur. Gert er ráð fyrir;
í fyrsta lagi aðeins tveimur löndum,
þar sem kalla má annað „önnur lönd
1) Protection and Real Wages, The Review of Economic Studies, vol. IX, nóvember
1941. Ritgerðin er endurprentuð í safnritinu Readings in the Theory oj International
Trade, sem gefið er út á vegum American Economic Association. — 2) Ohlin: Interregional
and International Trade, Cambridge, Mass, 1933, bls. 31.
255