Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 83
LAUN OG TOLLAR
vöru sem er. Af því leiðir, að niður-
staðan er ekki lengur bundin þeirri
forsendu, að launavaran sé aðeins ein.
Þar sem raunveruleg laun minnka,
mæld í hvaða vöru sem er, hljóta
raunverulegar tekjur að dragast sam-
an án tillits til smekks eða neyzluvenja
launþega sem neytenda.“
Eins og vikið hefur verið að, vex
framleiðsla vara, sem nota tiltölulega
mikið af algenga framleiðsluþættin-
um, en saman dregst framleiðsla vara,
sem þarfnast tiltölulega mikils af fá-
gæta framleiðsluþættinum, svo að til-
hneiging til verðjöfnunar framleiðslu-
þátta myndast. Þessi tilhneiging ein
segir þó fátt um algeran (ahsolútan)
hlut þeirra í þjóðartekjunum, „þar
sem þjóðartekjurnar hljóta að vaxa
við verzlun milli landa við þær að-
stæður, sem hér er gert ráð fyrir.
Samt verður sýnt fram á, að hlutur fá-
gæta þáttarins hljóti að minnka absó-
lútt. Þegar verðlag fjármagns hækkar
í hlutfalli við verðlag vinnuafls, verð-
ur vinnuafl að nokkru notað í stað
fjármagns. Vöruframleiðnin á jaðrin-
um minnkar þess vegna í sérhverri
framleiðslugrein og þá jafnframt
kaupgjaldið, mælt í sérhverri vöru.
Málið vandast, ef fallið er frá þeirri
forsendu, að framleiðni í þeirri grein,
sem saman dregst, falli ekki niður.
Eins og áður verða athugaðar afleið-
ingar brevtinganna, hvort sem hveiti
eða úr eru launavaran.
1. Hveiti sem launavaran. Eins og
áður minnka laun fágæta þáttarins,
unz framleiðsla innfluttu vörunnar
fellur alveg niður. Upp frá því helzt
framleiðni fágæta þáttarins á jaðrin-
um óbreytt.
2. Úr sem launavaran. Þegar inn-
flutta varan er launavaran gegnir
nokkru öðru máli. Raunverulegt
kaupgjald fellur, unz framleiðsla inn-
fluttu vörunnar fellur alveg niður. En
upp frá því ákvarðar vöruframleiðni
á jaðrinum ekki lengur kaupgjald,
heldur er kaupgjaldið komið undir
verðhlutföllum varanna tveggja, þ. e.
viðskiptakjörunum. „Greinilegt er, að
raunveruleg laun hljóta að vaxa,
mæld í innfluttu vörunni, eftir að
framleiðslu hennar lýkur. En á móti
er komin sú skerðing raunverulegs
kaupgjalds, mælds í þessum sömu vör-
um, sem orðin er. Fyrir verður ekki
séð, hvort þyngra verður á metun-
um.“
Áhrif verzlunar milli landa hafa
enn ekki verið athuguð, þegar fallið
er frá þeirri forsendu, að tilkostnaður
á einingu breytist eftir framleiðslu-
magni. í klassisku kenningunni um
verzlun milli landa er gert ráð fyrir
jöfnum tilkostnaði á framleiðsluein-
ingu, enda hlutföll framleiðsluþátt-
anna talin vera í óhagganlegum skorð-
um. Röskun verðhlutfalla vegna verzl-
unar milli landa hlýtur þess vegna að
leiða til sérhæfingar þegar í stað.
Þegar þannig háttar til um fram-
leiðslukostnað, hlýtur kaupgjald,
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAn
257
17