Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 93
Friðlýst land
í desemberbyrjun 1957 skáru íslenzkir rithöfundar og menntamenn upp nýja
herör í herstöðvamálinu, gáfu út ávarp til landsmanna, gengust fyrir fjölda-
fundi í Reykjavík og gáfu út blað er nefndist: Herinn burt. I ávarpi sínu hétu
þeir á þjóðina að þreytast ekki í baráttunni fyrir brottför hersins og una engum
málalokum öðrum en þeim: að þing og stjóm standi við heit sín og kveðji her-
inn úr landi. I marzmánuði s.l. voru síðan formlega stofnuð samtök rithöfunda
og menntamanna til þess að knýja á um efndir samþykktar Alþingis frá 28.
marz 1956 um uppsögn herstöðvarsamningsins og fyrir því að endumýjuð verði
yfirlýsing um hlutleysi landsins í hernaði. Hlutu samtökin nafnið Friðlýst land.
I vor hófu forystumenn þeirra fundarhöld um landið og tóku þau upp aftur í
september í haust, og finna á hverjum stað heitar undirtektir almennings. Jafn-
framt gengust þeir í vor fyrir samantekt og útgáfu bæklings, einnig með nafninu
Friðlýst land, þar sem sett eru fram í samþjöppuðu máli meginrök fyrir kröf-
unni um brottför hersins og hlutleysi og friðlýsingu landsins. Sá bæklingur, all-
mikið styttur, er tekinn upp hér á eftir með leyfi höfunda og í samráði við þá.
Ilér er til meðferðar það málefni sem stendur öllum öðrum ofar: varðar ekki
aðeins hagsmuni og sjálfstæði heldur sjálfa tilvem þjóðarinnar. Hér eru borin
fram rök, þung og óvefengjanleg sem mönnum er skylt að leggja eynin við.
Kr. E. A.
1. KAFLI
í einn dag og þúsund ár
„Eg hef beðiS eftir réttri stundu til að þess að hrópa viðvörunarorð mín út
yjir veröldina. Eg mun leggja í hróp mitt alla þá orku, sem ég á enn eftir.
Vetnissprengjan er leikjang djöfulsins.“
Það er Albert Einstein, einn mesti vísindamaður og spekingur allra tíma
og réttnefndur faðir kjarnavísindanna, sem kveður þannig að orði í blaðavið-
tali á 75 ára afmælisdegi sínum árið 1954.
267