Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 97
FRIÐLYST LAND
tímariti Bandaríkjahers, að bandaríska yfirherstjórnin láti rannsaka vandlega
möguleikana á að reka „fullkominn“ gashernaS með nýjustu gerðum eld-
flauga.
Langdrœgar eldflaugar hlaðnar taugagasi verða áhrifamestu vopnin ef til
stríðs kemur, segir William M. Creasy ennfremur.
Taugagasið gelur eylt öllu líji í heilum borgum, samgöngumiðstöðvum og
iðnaðarhéruðum á nokkrum mínútum, en það skaddar ekki dauða liluti. Þótt
allt sem lífsanda dregur liggi dautt, eru vegir, járnbrautir, brýr, íbúðarhús og
verksmiðjur jafngóð eftir gasárás.
Að dómi Creasy er taugagasið að öllu leyti „hið fullkomna vopn“.
Þannig hampar hver sínu leikfangi. „Hið fullkomna vopn“ hershöfðingjans
lætur sem sagt mannvirki ósködduð. Sú spurning getur því víst legið á milli
hluta, hvaða gagn sé að mannvirkjum, þar sem mannlífi hefur verið eytt.
120 milljónir myndu falla í Vestur-Evrópu í kjarnorkustríði
Blaðið Siiddeutsche Zeitung í Vestur-Þýzkalandi skýrði frá því í fyrravor
að bandaríski hershöfðinginn Lauris Norstad, yfirhershöfðingi Atlantshafs-
bandalagsins, hefði á leynifundi með vesturþýzkum þingmönnum í Bonn skýrt
þingmönnunum frá því, að yfirherstjórn A-bandalagsins telji, að í kjarnorku-
styrjöld myndu 120 milljónir manna á herstjórnarsvæði hennar láta lífið eða
tæpur helmingur þeirra sem í Vestur-Evrópu búa.
Á ráðstefnu um kjarnorkumál, sem Efnahagssamvinnustofnun Vestur-Evr-
ópuríkjanna, OEEC, kallaði saman í apríl 1957 í París, tók æðsti maður
franskra kjarnorkurannsókna, dr. Francis Perrin til máls og sagði meðal
annars:
„Jajnvel hin stœrslu lönd munu, ef þau lenda í slíkri styrjöld, hrapa niður
á stig liinna frumstœðustu landa, máske á fáeinum dögum, vegna óstjórnlegs
manntjóns og eyðileggingar jramleiðslutœkja.“
Sir Joiin Slessor, hershöfðingi í brezka flugliðinu, mælir enn þyngri varn-
aðarorð: „Heimsstríð á þessari öld mun jafngilda útþurrkun og endalokum
men n ingarin nar.‘‘
Og Tedder lávarður, flughershöfðingi Breta, segir svo: „Styrjöld, þar sem
beitt er kjarnorkuvopnum, verður yjirleitt ekki nein þolraun — heldur sjálfs-
morð beggja aðila.“
271