Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Og það sjálfsmorð yrði aðeins dagstundar viðvik
Fleiri vitni er óþarft aö leiða um úrslit og afleiðingar kjarnorkustyrjaldar.
Gjörbyltingin í drápstækni er svo hröð og stórkostleg, að rökleiðslur sem
töldust góðar og gildar fyrir þrem, fjórum árum og þaðan af fyrr eru nú
orðnar óráðshjal.
Dæmi um þess háttar firru er sú viðbára, sem ýmsir hafa enn uppi gegn
kröfunni um hlutleysi og friðlýsingu íslands, að það gildi einu, hvort þjóðin
sé hlutlaus eða ekki og hvort hér séu herstöðvar eða ekki — landið verði her-
numið að okkur forspurðum í upphafi styrjaldar.
Málavextir eru nú hins vegar þeir, að í yfirvofandi leifturstríði sprengju-
véla og eldflauga myndi upphafið falla saman við endinn. í tilfærðum um-
mælum yfirmanns frakknesku kjarnarannsóknanna hét það svo, að „jafnvel
hin stærstu lönd myndu, ef þau lentu í slíkri styrjöld, hrapa niður á stig hinna
frumstæðu landa, máske á jáeinum dögum.“ Þannig horfði við í apríl fyrir
ári liðnu. Síðan hefur eldjlaugaíœknin gjörbreytt öllum viðhorfum. Nú vita
menn, að það er aðeins dagstundar viðvik, að leggja helztu borgir heimsins
íauðn.
Skipulögðum liernaði yrði ekki haldið uppi ejtir þann dag. Þœr leifar
þjóða, sem af kœmust, œttu nóg með að bjarga því sem bjargað yrði í því of-
boði og ringulreið eyðingarinnar sem þá myndi ríkja um gervalla jörðina —
eyðingar sem nœstu þúsund árin myndu ekki endast til að bœta.
2. KAFLI
ÁSur en þessu orSi er sleppt —
Eftir þrettán ára sleitulaust vígbúnaðarkapphlaup standa tvö reginstórveldi
hvort andspænis öðru, grá fyrir kjarnorkuvopnum og vetnissprengjum. Lang-
fleygar sprengjuflugvélar geta borið sprengjurnar meginlandanna á milli á
nokkrum klukkutímum, og um þessar mundir eru að koma til sögunnar eld-
flaugar, sem flutt geta vetnissprengjuhleðslur á nokkrum mínútum til hvaða
staðar á hnettinum sem vera skal.
Eyðingarmáttur þessara hraðfleygu vopna veldur því að herstjórnir gera
sér nú mikið far um að hindra, að flugflotum þeirra og eldflaugastöðvum
verði tortímt með skyndiárás.
272