Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 102
TIMAHIT MALS OG MENNINGAR
verid' lýst, vetnisjluginu, eldjlaugavarðstöðunni, öllu því tröllaukna eyðingar-
kerji, sem spúið getur eldi og eimyrju um mestalla heimsbyggðina með ör-
stutlum jyrirvara, steðjar auðvitað að okkur íslendingum jafnt og öðrum
þjóðum, sem gerzt haja aðilar að hernaðarsamtökum stórveldanna. Annar að-
ilinn í vígbúnaðarkapphlaupinu hejur fengið herstöðvar á íslandi, og þar með
er lsland óhjákvœmilega lcomið í tölu þeirra staða, sem gjöreyddir yrðu á
jyrstu klukkutímum nýrrar styrjaldar. Eins og gerð liejur verið grein jyrir hér
að framan, geta ólýsanlegar skeljingar kjarnorkustyrjaldar skollið yjir íslend-
inga eins og aðrar herstöðvaþjóðir vegna mistaka, misskilnings eða ofboðs
einnar einustu flugvélaáhajnar eða varðsveitar í eldjlaugastöð.
3. KAFLI
„Tilraunir" einar — og óbyggileg jörS
Alómöltl er talin hefjasl meö fyrstu kjarnasprengjunni, sem Bandaríkja-
iiienn sprengdu yfir Hírósíma vorið 1945. Fáuni árum síðar gerðu Rússar
fyrstu kjarnasprengjutilraun sína. Þar með var hafið það kapphlaup þessara
stórvelda um kjarnorkuvígbúnað, sem hefur haldið áfram til þessa dags.
Síðar bættust Bretar í hópinn og haja þessar þjóðir nú sprengt um 150 kjarna-
og vetnissprengjur í tilraunaskyni. Þœr skrijast að tveim þriðju hluium á
reikning Randaríkjamanna.
Vísindamönnum hefur allt frá upphafi verið Ijós sú gífurlega hætta, sem af
sprengingum þessuin stafar, fyrst og fremst af hinu svokallaða helryki, geisla-
virkum ögnum sem myndast við sprengingarnar, berast upp í háloftin og jalla
smátt og smátt til jarðar um allan hnöttinn.
Strontium 90 — beinkrabbi, hvítblæði
Eitt hættulegasta efnið í helrykinu nefnist strontium 90. Það helzt tiltölulega
lengi geislavirkt, frá því það myndast þangað til geislun þess hefur rýrnað um
helming líða 28 ár. Strontium 90, sem myndast við Icjarnasprengingar, fellur
til jarðar, hratt úr lœgri lögunum, hœgara úr þeim efri. Það safnast saman í
jarðveginum, jurtir dreklca- það í sig og þaðan kemst það í menn og dýr, sem
leggja sér jurtirnar til munns. í dýrum og mönnum sajnast strontium 90 fyrir
276