Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 105
FRIÐLÝST LAND
þeirri niðurstöðu að af tveim milljörðum barna, sem fæðast myndu af foreldr-
um, sem þegar hafa orðið fyrir geislunaráhrifum, myndu 80.000 fæðast and-
vana, vansköpuð eða fávitar, sökum stökkbreytinga á erfðaeiginleikum af
völdum geislunar frá kjarnorkutilraunum. Meðal síðari kynslóða yrðu tölurn-
ar „langtum hærri“. Yrði tilraunum með kjarnorkuvopn haldið áfram myndi
úrkynjunin verða enn hraðari. Dr. Eugene Cronkite, sem haft hefur undir
höndum sjúklinga, sem urðu fyrir helryki frá einni af vetnissprengingum
Bandaríkjamanna á Kyrrahafi, sagði að vetnissprengjuhernaður myndi „haja
í för með sér geislunarhættu, sem ógna myndi öllu líji. á jörðinni“. Lífefna-
fræðingurinn William F. Neumann frá háskólanum í Rochester taldi, að
geislunin í andrúmslojtinu væri orðin svo mikil, að mannkynið þyldi ekki
meira; ef enn bœttist við yrði andlegu og líkamlegu atgervi kynstofnsins unnið
óbœtanlegt tjón.
Þá skulu hér að 'lokum leiddir til vitnis fjórir af þeim tugum þúsunda vís-
indamanna, sem undanfarið hafa hrópað varnaðarorð sín til heimsins.
I ávarpi sem franski nóbelsverðlaunahafinn í eðlis- og efnafræði. Joliot-
Curie birti í París hinn 23. apríl 1957 kvaðst hann vilja vara við sívaxandi
hættu af geislavirkum efnum, sem myndast við tilraunir með kjarnorkuvopn.
A því sé enginn vaji að ej haldið verði ájram eins og hingað til muni brátt
jarið yjir hœttumarkið, en aj því myndi hljólast gífurleg aukning krabba-
meins í beinum og blóði, en þeir sjúkdómar eru enn sem komið er ólœknandi.
Sjúkdómarnir myndu einkum bitna á uppvaxandi kynslóð.
1 ræðu, sem þýzki nóbelsverðlaunahafinn Otto Haiin flutti í Vín í nóv.
1957, sagði hann:
„Það er ekki minnsti vaji á að nú j)egar deyja árlega þúsundir manna af'
völdum geislaverkunar. Stórvehlin haja jramleitt nóg aj kjarnorkusprengjum
til að úlrýma öllu mannkyni. Hvers vegna halda ])au ájram að smíða þessi
stórhœttulegu vopn ?“
Einn af kunnustu erfðafræðingum Sovétríkjanna, prófessor Nikolaj Dubi-
NIN, skýrði frá því í maí s.l., að ej tilraununum með kjarna- og vetnisvopn
yrði haldið ájram í sama mœli og á tímabilinu jrá 1953 til 1955, myndu um
tíu milljónir manna aj liverri komandi kynslóð þjást aj alvarlegum erjðasjúk-
dómum.
Dubinin sagði ennfremur að tilraunasprengingarnar væru aðeins smámunir
í samanburði við kjarnorkustríð. „Það er erfitt að gera sér í hugarlund það
tjón, sem slík styrjöld myndi baka mannkyninu, en víst er að allt andrúmslojt
jarðarinnar gæti eitrazt.“
279