Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Blaðið Frjáls þjóÖ lét draga upp þetta hættusvæði á Islandskort í réttum
hlutföllum. Er þar miðað við það, að vetnissprengja félli í nánd við Kefla-
víkurflugvöll í suð-suðvestanátt. Svo sem sjá má á myndinni, mundi hinn lífs-
hættulegi geislavirki mökkur berast norðaustur yfir alla Gullbringu- og Kjós-
arsýslu, Reykjavík og Hafnarfjörð, Borgarfjarðarsýslu og Akranes, Mýra-
sýslu, hluta af Dalasýslu og Strandasýslu, báðar Húnavatnssýslur, Skagafjarð-
arsýslu og Siglufjörð og á haf út norður af Siglufirði. Á þessu svæði húa nú
um 100.000 manns, þ. e. tveir þriðju lilutar allra landsmanna. Til enn fleira
fólks næði ]ió þessi helmökkur, ef áttin væri lítið eitt vestlægari, því að þá
legði hann til Akureyrar og þéttbýlisins við Eyjafjörð og allt norður í Þing-
eyjarsýslu.
Þetta eru sem sagt staðreyndirnar, sem vísifingur helsprengjunnar á íslands-
kortinu er að hjálpa okkur til að stafa okkur fram úr. Bendir hann ekki nógu
skýrl á réttmæti þeirrar fullyrðingar, að eina hugsanlega vörn íslenzku þjóð-
arinnar í yfirvofandi kjarnorkustyrjöld sé sú, að hér væru engar „varnar-
stöðvar“, sem sprengjum þætti eyðandi á? Jú, ]>að er hverju harni ljóst.
284