Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 111
FRIÐLYST LANI)
5. KAFLI
Eldflaugar og kjarnorkuvopn á íslandi
„Eg hej lesið um það í blöðurn, að menn velti \rví jyrir sér, hvort leyjðar
muni verða liér eldjlaugastöðvar og alómsprengjur. Ég vil aðeins vekja at-
hygli á því, að ég hej sagt það skýrt í svarbréji íil jyrrverandi jorsœlisráðherra
Sovétríkjanna, að stöðvar varnarliðsins hér eru umsamdar varnarstöðvar.
Þess vegna komi eldjlaugastöðvar eða atómsprengjustöðvar til árása á aðrar
þjóðir ekki til greina.“
Þessi yfirlýsing Hermanns Jónassonar forsætisráðherra var gefin í útvarps-
umræðura frá Alþingi 3. júní s.l. Hún er hliðstæð margítrekuðum yfirlýsing-
um Gerhardsens forsætisráðherra Norðmanna og H. C. Hansens forsætisráð-
herra Dana á þá lund, að þátttaka þeirra í Atlantshafsbandalaginu sé byggð
á þeim forsendum, að þar sé einvörðungu um varnarsamtök að ræða og því
rnuni Danir og Norðmenn aldrei ljá máls á því, að leyfa í löndum sínum árás-
arbækistöðvar fyrir kjarnorkuvopn eða eldflaugar né erlendar herstöðvar á
friðartímum.
Þó þessar yfirlýsingar séu að efni til hliðstæðar, skiptist því miður mjög
í tvö horn um það, hvert mark er á þeim hafandi. Af hálfu ríkisstjórna Noregs
og Danmerkur hefur verið staðið við þessar yfirlýsingar með því að leyfa
ekki erlendar herstöðvar í þeim löndum. Á íslandi er hins vegar bandarísk
herstöð, ríki í ríkinu, þar sem erlendir húsbændur fara sínu fram um þau efni,
sem flokkast undir hernaðarleg Iaunungarmál, og menn uggir með réttu, að
þar sé ekki þráspurt um vitund eða vilja íslenzkra stjórnarvalda. Hvorki Her-
mann Jónasson né nokkur annar íslendingur getur haft meira en ófullkomn-
uslu nasasjón af vopnahúnaði á Keflavíkurflugvelli. Það er þvert á móti svo,
að á meðan handarískar herstöðvar eru á íslenzku landi, þá hlýtur gjörvöll
þjóðin að gera ráð fyrir því, að Keflavíkurflugvöllur kunni að vera birgða-
stöð fyrir helsprengjur og að bandarískar þotur fljúgi með þær yfir íslenzkt
land og fiskimið. Til þess bendir meðal annars yfirlýsing sjálfs yfirmanns alls
árásarflugflota Bandaríkjanna, Powers hershöfðingja, er hann skýrði frétta-
mönnum í París frá því 12. nóv. 1957, að síðan 1. okt. það ár hefði hluti af
árásarflugflota Bandaríkjanna staðið reiðubúinn dag og nótt á flugvöllum í
Atlantshafsbandalagsríkjunum og víðar um heim með kjarnorkusprengjur
innan borðs.
285