Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 114
TÍMARIT MÁLS OG MLNNINGAR
Þá kynni að Jjví að koma, að stjórn Atlantshafsbandalagsríkisins Islands
yrði spurð að því í fullri alvöru, hvort hún ætlaði að dirfast að standa því í
gegn að „varnir“ Atlantshafsbandalagsins yrðu treystar með því að koma
hér upp dálítilli eldflaugastöð. Og það er engin trygging fyrir því, að jafn-
skeleggur forsætisráðherra og Hermann Jónasson stæði þá fyrir svörum.
Svarið við þessari spurningu ættu íslandingar því að gefa áður en hún er
borin upp, og það svo afdráttarlaust að ekki verði um villzt. Hver dagur þess-
ara örlagatíma krefur okkur enda svars við enn mikilvægari spurningum.
Það er ekki um að spyrja, hvort samúð manna sé í austur eða vestur, lield-
ur einungis um það, hvort þeir séu reiðubúnir að setja þjóð sína lifandi í það
dufl, er fyrst mun springa, ef illa fer. Það er um að spyrja, hvort íslenzk þjóð
eigi sjálfviljug að gera sig að fórnarlambi þeirra heimsvelda, sem berast nú
á hanaspjót, eða lyfta hreinum skildi sínum til sátta og friðar.
Og hið eina svar, sem við gelum gefið með heilli samvizku, er algjör upp-
sögn hernaðarsamningsins, — jramfylgd á samjrykkt Alþingis íslendinga.
6. KAFLI
Vonin um afvopnun og frið með þjóðum
Trauðla er hægt að hugsa sér meiri fjarstæðu en þá, að ísland skuli vera
aðili hernaðarbandalags. Móti sliku mæla öll rétt rök, — söguleg, þjóðernis-
leg, siðferðisleg, og þó umfram allt þau hertæknilegu rök, sem nú eru orðin
svo þung á metunum, að vart getur framar svo ófeilinn formælanda hernáms-
ins, að hann dirfist að tefla fram móti þeim falsröksemd herverndarinnar.
Það hefur að vísu alla tíð verið augljóst, að herseta og hlutdeild í liern-
aðarbandalagi fæli í sér geigvænlega hættu fyrir land vort og þjóð, en þó er
nú breyting á orðin, því að á hinum síðustu tímum hefur þessi hætta vaxið
svo úr hófi fram, að naumast eru til þau orð í máli voru, er lýst fengju yfir-
gengilegum hryllileik þess, er vér getum vænzt, ef til kjarnorkustyrjaldar skyldi
koma og þjóðin heldur áfram þeirri sjálfsmorðsstefnu, sem framhaldandi vera
hennar í Atlantshandalaginu verðskuldar að nefnast.
Hlutleysi íslands myndi stuðla að heimsfriði
Með því að hverfa úr Atlantsbandalaginu og taka upp hlutleysisstefnu
vora að nýju værum vér ekki einungis að gera það, sem sjálfsagt er og í voru
288