Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK
mönnum herstöðvastefnu og hernaðarsamtaka, aS hlutleysisstefnan sé úrelt
og óraunhæf og eigi sér enga stoð í veruleika vorra daga. En þeir menn, sein
þetta staðhæfa, virðast ekki sjálfir standa sérlega fösturn fótum í veruleika
samtíðar sinnar. Sannleikurinn er sá, að hlutleysisstefnan er sú griuidvallar-
staðreynd vorra tíma, sem vonin um afvopnun og frið með þjóðum hvílir á
jlestu öðru fremur. Þetta er líka ótvíræð skoðun margra hinna merkustu og
ábyrgustu stjórnmálamanna í heiminum, svo og fjölmargra sérfræðinga um
alþjóðamál, vísindamanna, hugsuða og heimspekinga.
Til dæmis um það má minna á, að hinn mikilsvirti forsætisráðherra Ind-
lands, Javaharlal NehrÚ, hefur æ ofan í æ hamrað á því, að hlutleysi og af-
nám herstöðva og herbandalaga væri leiðin til friðar með þjóðunum.
Hlutleysi í átökum stórvelda er grundvöllur sænskrar utanríkisstefnu, sagði
utanríkismálaráðherra Svía, Osten UndÉn, á fundi með fréttamönnum á Hótel
Borg í júlí í fyrra, er hann var hér staddur í föruneyti Svíakonungs. Það er
skoðun vor, að hernaðarbandalög auki hættu á árekstrum milli ríkja, sagði
hann. Undén sagði, að hlutleysisstefnunni ykist sífellt fylgi í Svíþjóð, og hefði
varla komið fram teljandi gagnrýni á henni þar í landi upp á síðkastið.
Hin viðurkennda hlutleysisstefna Finnlands tryggir bæði öryggi finnsku
þjóðarinnar og stuðlar að friði og góðu samstarfi allra þjóða í Evrópu, sagði
Kekkonen Finnlandsforseti í ræðu, sem hann flutti í maímánuði í fyrra í til-
efni hálfrar aldar afmælis finnska ríkisþingsins.
Öruggasta leiðin til að afstýra styrjöld er, að riki um miðbik Evrópu og
fyrir hotni Miðjarðarhafs myndi hlutlaus belti, sagði brezki Verkamanna-
flokksleiðtoginn Bevan við fréttamenn, er hann kom í heimsókn til Póllands
fyrir nokkru.
Jafnvel í sjálfu forysturíki Atlantsbandalagsins, Bandaríkjunum, eru stjórn-
málamenn og aðrir, sein láta alþjóðamál til sín taka, að velta fyrir sér gildi
hlutleysisstefnunnar sem leiðar út úr ógöngum vígbúnaðaræðisins og styrj-
aldaróttans.
Einn af helztu leiðtogum repúblikana á þingi Bandaríkjanna, William
Knowland, lagði til í fyrra, að gerður yrði samningur þess efnis, að Ráð-
stjórnarríkin færu burt með her sinn úr Ungverjalandi gegn því, að Noregur
færi úr Atlantsbandalaginu og bæði ríkin gerðust hlutlaus í átökum stórveld-
anna. Ef slíkir samningar tækjust, mætti reyna að semja á sama hátt um Pól-
land og Grikkland.
Hinum víðkunna bandaríska sérfræðingi um alþjóðamál, Walter Lii’P-
MANN, fórust svo orð þegar fyrir tveim árum, að hlutleysisstefnan vœri aftur
292