Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 121
FRIÐLÝST LAND
sínu, þá er það ekki eingöngu vegna þess, að þetta er eina ráðið til að bjarga
lífi þjóðarinnar, ef til styrjaldar kæmi, — því að vér vonum, þrátt fyrir allt,
að þeim ósköpuin verði afstýrt. Heldur er það engu síður vegna hins, að með
slíkri stefnu mætti ísland verða til þess að treysta fylkingar hinna hlutlausu
ríkja og stuðla þannig að því eftir sínu megni, að vonin um afvopnun og frið
með þjóðum fengi rætzt.
7. KAFLI
Friölýsing íslands
Danmör/c tilkynnir erlendum ríkjum, aS liún, samkvœmt ejni þess-
ara sambandslaga, liaji viSurkennt Island jullvalda ríki, og tilkynnir
jafnframt, aS Island lýsi yjir œvarandi hlutleysi sínu og aS þaS haji
engan gunnjána.
Þannig hljóðar 19. grein samhandslaganna 1918. Bak við þessa mikilsverðu
og langþráðu yfirlýsingu liggur ævagöniul ósk og von þjóðarinnar um frelsi
og frið, — áratuga og aldalöng baráttusaga Islendinga fyrir endurheimt sjálf-
stæðisins, sem þjóðin hafði verið svipt í 656 ár.
Eftir fórnir og vonbrigði í sókn baráttunnar að þessum áfanga, eru það
fjögur orð, sem tákna sigurinn og jafnframt arfinn, sem komandi kynslóðum
á íslandi, börnum framtíðarinnar, er gefinn.
Það eru orðin: jullvalda ríki — œvarandi hlutleysi.
Hinn 1. desember 1918 gengu sambandslögin í gildi. Þá um haustið hafði
gengið hin skæðasta drepsólt, svo að önnur slík hafði ekki farið um landið
síðan mislingaárið 1846. Reykjavík drúpti í sorg, um 260 manns höfðu látizt
þar á nokkrum vikum. Það var því dimmt yfir í huga þjóðarinnar. Þeim mun
dýrlegri var vonarneistinn, sem smó inn í skuggann og lýsti fram á leið: full-
veldi, friður og hlutleysi að lokinni hinni ægilegu heimsstyrjöld, sem geisað
hafði frá 1. ágúst 1914 til 11. nóvember 1918.
Hinn 30. nóvember hafði konungur gefið út úrskurð um þjóSjána íslands.
Hann var í fyrsta sinn dreginn að hún sem ríkisfáni íslands, á stjórnarráðs-
byggingunni, við hátíðahöldin, er þar fóru fram lil að fagna fullveldinu, en
Sigurdur Ecgerz mælti:
295