Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 122
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
— Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og
frama.
HlutleysiS óvirt
Islendingar héldu síðan á loft heiti sínu um ævarandi hlutleysi. Það var
þeirra stolt og heiður, hvar sem þeir komu fram á erlendum vettvangi fyrir
liönd þjóðar sinnar. Og í landinu sjálfu var það í hávegum haft. Þessu heiti
fylgdi öryggi og farsæld og góð samvizka.
Liðu svo árin fram að upphafi hinnar síðari heimsstyrjaldar, er hófst í
september 1939.
Brátt varð augljóst, að sá hildarleikur yrði djöfulmagnaðri en nokkur styrj-
öld, sem háð hafði verið. Norðurálfan logaði af ófriðareldinum, nágranna-
þjóðir vorar drógust hver af annarri inn í styrjöldina, Bretar og Þjóðverjar
sóttust á af hinni mestu heift, — Þjóðverjar brutust yfir Danmörku og réðust
á Noreg.
Þann dag, er Þjóðverjar réðust á Danmörku og Noreg, hinn 9. apríl 1940,
fóru Bretar fram á það við ríkisstjórn íslands, að þeim yrði leyft að setja
herlið á land á Islandi, og að ríkisstjórnin „muni yfir höfuð ljá samvinna sína
við brezku ríkisstjórnina sem hernaSaraðili og bandamaður,“ eins og það er
orðað í bréfi Breta.
Bíkisstjórn íslands svaraði hinn 11. apríl og sagði þar m. a.:
„Afstaða íslands er .. . sú, að þegar sjálfstæði íslands var viðurkennt 1918,
lýsti það yfir ævarandi hlutleysi og er auk þess vopnlaust. Island vill því livorld
né. getur tekið þátt í hernaðarlegum aðgerðum eða gert hamlalag við nokkurn
hernaðaraðila.
Þó að ríkisstjórn íslands dyljist ekki, að íslenzka Jijóðin er þess ekki megn-
ug að verja hlutleysi sitt, vill hún taka það skýrt fram, að hún mun mótmæla
hverskonar aðgerðum annarra ríkja, sem í kynni að felast brot á þessari yfir-
lýstu stefnu. Ríkisstjórnin lætur í ljós þá einlægu von, að með því að jylgja
reglurn ítrasla hlutleysis, verði komizt bjá allri hættu um skerðingu á því.“
Hér var með réttum hætti haldið uppi yfirlýsingunni frá 1918. Mánuði
síðar gerðist sá atburður, að Bretar brutu á okkur hlutleysið, settu hér her á
land að morgni hins 10. maí, tóku höfuðborgina með valdi, lögðu undir sig
allar opinberar byggingar, tóku útvarpsstöðina og landsímann á sitt vald og
rufu borgina úr tengslum við umheiminn. Hernámið var dunið yfir.
Ríkisstjórnin samdi mótmælaskjal út af hlutleysisbrotinu, svohljóðandi:
296