Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 128
TÍMAKIT MÁLS OG M12NN1NCAK
íara fram með það fyrir augum að bandaríski herinn færi úr landi. í þing-
kosningunum 24. júní 1956 veitti þjóðin þremur af þeim flokkum, er að sam-
þykktinni stóðu, meirihlutavald á Alþingi til að framkvæma stefnuyfirlýsingu
sína. J júlímánuði 1956 mynduðu flokkar þessir ríkisstjórn þá, sem nú situr
að völdum, og var í málefnasamningi stjórnarflokkanna heitið að fylgja fram
áðurnefndri ályktun Alþingis. Á því hafa ekki orðið efndir enn. í desember-
mánuði 1956 tilkynnti ríkisstjórnin, að viðræðuin við Bandaríkin um endur-
skoðun samningsins hefði verið frestað. Síðan liefur ekkert gerzt í málinu
svo vitað sé.
Við undirrituð viljum ekki una þessari málsmeðferð. Við teljum ríkis-
stjórnina og stuðningsflokka hennar bundin af ályktun Alþingis frá 28. marz
1956, loforðum stjórnarflokkanna í seinustu þingkosningum og málefnasamn-
ingi þeim, sem stjórnarsamstarfið byggist á. Þess vegna krefjumst við þess,
að málið verði þegar í stað tekið upp af nýju, endurskoðun fari fram og her-
inn víki úr landi að lögskildum fresti liðnum.
Við heitum á þjóðina að þreytast ekki, en sækja rétt sinn af einurð og
festu. Við heitum á fólkið í landinu að rísa upp, maður við mann, og fylkja
liði í þeirri haráltu fyrir hrottför hersins, sem hafin er að frumkvæði íslenzkra
rithöfunda. Unum engum málalokum öðrum en þeim: að þing og stjórn standi
við heit sín og herinn fari.“
Undir ávarpið rituðu 100 þjóðkunnir rithöfundar, listamenn og inennta-
menn úr öllum stjórnmálaflokkum, og birtust nöfnin í 3. hefti Tímaritsins
1957.
Þeir, sem að þessu ávarpi stóðu, gengust fyrir almennum fundi í Reykjavík,
er var mjög fjölsóttur, og fundarályktun samhljóða framangreindu ávarpi
var flutt forsætisráðherra framan við liústað hans í Tjarnargötu.
Friðlýst land, samtök rithöiunda og menntamanna
1 marzmánuði þ. á. voru formlega stofnuð samtök rithöfunda og mennta-
manna til þess að knýja á um efndir samþykktar Alþingis frá 28. marz 1956
um uppsögn herstöðvasamningsins við Bandaríki Norður-Ameríku, og berj-
ast fyrir því að endurnýjuð verði yfirlýsingin um hlutleysi landsins í hernaði.
Hlutu þau nafnið: Friðlýst land.
I framkvæmdaráð samtakanna voru kosin þessi skáld og rithöfundar: Stefán
Jónsson, Þorsteinn Valdimarsson, Gils Guðmundsson, Jökull Jakobsson, Jón
302