Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 130
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAK
8. KAFLI
Efnahagsleg áhrif hersetunnar
ÞaS talar sínu máli um eðli hernáms landsins, hve mjög er rætt um efna-
hagslegar afleiðingar þess, þar sem afstaöa manna til þess hlýtur að grundvall-
ast á öðrum forsendum en efnahagslegum. Afstöðu með hersetunni taka þeir,
sem telja, að horfur séu á styrjöld og að landsbúum væri vernd að hersetunni
í stríði, en gegn hinir sem telja, að hersetan færi ógnir yfir landsbúa. Ef ekki
er búizt við styrjöld, geta engin rök réttlætt hersetuna. En hver sú þjóð, sem
ljær land sitt undir herbækistöð í von um efnahagslegan ávinning, hefur beÖið
slíkt siðferðislegt og stjórnmálalegt áfall að vafasamt er, að hún geti haldið
stjórnmálalegu sjálfsforræði sínu til lengdar.
Af eftirfarandi töflum úr Fjármálatíðindum 1958 geta þeir sem vilja nokk-
uð ráðið um þátt hersetunnar í þjóöarbúskapnum:
I. tafla. Fjöldi íslendinga við störf í þógu hersins
1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957
Febrúar 367 1639 2316 1701 1791 758
September 350 684 3056 2531 2083 1245 1040
II. tafla. Útgiöld hersins á íslandi 1951— 57 (samkv. skýrslum hersins) í þús. kr.
1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957
Vegna rekstrar berstöðvarinnar 8344 37920 59625 61829 76786 95274 105801
Vegna framkvæmda 4759 192560 183084 152076 154083 58291
Ileildarútgjöld (A+B) 8344 42679 252185 244913 228862 249357 164092
III. tafla. Hlutfallsleg skipting gjaldeyriskaupa bankanna ósamt efnahags-
aðstoð og erlendum lónum
1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957
% % % % % % %
Andvirði útflutnings ........... 74,2 73,3 61,1 74,7 73,4 70,6 71,6
Óafturkræf efnahagsaðstoð .... 13,9 8,5 9,0 1,0 — — —
Löng lán ........................ 6,7 6,2 5,6 2,9 2,0 10,5 15,2
Duldar tekjur ................... 4,3 5,2 5,8 5,9 6,7 6,1 5,8
Hcrliðið og verklakar þess..... 0,9 6,8 18,5 15,5 17,9 12,8 7.4
100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Herinn hefur að sjálfsögðu greitt í bandarískum dollurum fyrir þau störf,
sem leyst hafa verið af hendi í þágu hans. Gjaldeyristekjur af hervinnunni
304