Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 131
FRIÐLÝST LAND
hafa þess vegna verið miklar og verulegur hluti gjaldeyristekna landsins síð-
ustu árin, eins og sýnt er í töflu II. Arið 1953 voru gjaldeyristekjurnar af her-
vinnunni um 18.5% gjaldeyristekna landsins. Síðan hafa þær farið hlutfalls-
lega minnkandi, unz þær námu 7.4% gjaldeyristeknanna 1957. Þar sem hlut-
fall gjaldeyristekna og þjóðartekna er allstöðugt, er greinilegt, að hervinnan
hefur aukið þjóðartekjurnar og örvað viðskiptalífið.
Með örvun viðskipla og vexti þjóðartekna er þó ekki sögð öll saga efnahags-
legra áhrifa hervinnunnar. Ráðning innlends fólks til hersins hefur líka haft
aðrar og verri afleiðingar. Vegna mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli
hefur fólk hvaðanæva af landinu flykkzt til Suðvesturlands. Fólksfjölgun í
Reykjavík og nálægum bæjum hefur þess vegna orðið ör, en hlutfallsleg fólks-
fækkun, að minnsta kosti, í öðrum landshlutum. Ennfremur hefur fólk flutzt
úr öðrum atvinnugreinum yfir í hervinnuna eða ýmiss konar þjónustustörf og
viðskipti, sem blómgazt hafa í skjóli liennar. En þeir tveir atvinnuvegir, sem
þjóðarhúið er grundvallað á, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa ekki getað
ráðið til sín innanlands það starfsfólk, sem þeir hafa þurft á að halda. Til
landsins hefur þess vegna orðið að flytja fjölda erlends fólks, eða um tvö þús-
und. Því hefur orðið að greiða laun í erlendum gjaldeyri og það hefur keypt
erlendar vörur hérlendis. Gjaldeyrislegur ávinningur hervinnunnar hefur þess
vegna orðið minni en virðist við fyrstu sýn.
Tilflutningur fólks í landinu og örvun viðskiptalífsins hefur leitt til þess, að
landsmenn hafa fest fé sitt á öðrum sviðum en ella hefði orðið. Jafnframt
þessu hefur neyzlufjárfesting aukizt á kostnað framleiðslufjárfestingar. Og
þeir árgangar, sem komið hafa á vinnumarkaðinn undanfarið, hafa leitað
minna en áður var yfir í sjávarútveg. Allar horfur eru þess vegna á, að
staðsetning fólksins í landinu og skipting vinnandi manna niður á atvinnu-
greinar sé orðin önnur að talsvert miklu leyti en þjóðarbúið mun krefjast, þeg-
ar hervinnunni lýkur. Við efnahagslega örðugleika verður þess vegna að etja,
nema vel verði í haginn búið, og því meiri því lengur sem hervinnan stendur.
Efnahagslegum áhrifum hersetunnar á þjóðarbúið verður þess vegna líkt
við verkanir eiturlyfs: Þær örva um stund, en vaxandi skammta þarf til að
áhrifin dvíni ekki. Neytandinn verður æ meiri sjúklingur og á sér ekki við-
reisnar von, nema tekið sé fyrir neyzlu eiturlyfsins.
TÍMARIT MÁLS OO MENNINCAR
305
20