Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 132
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Lokaorð
Samtökin Friðlýst land, sem standa að útgáfu þessa bæklings, gera sér von
um það, að sú vitneskja um örlagamál þessarar aldar sem hér er til týnd úr
heimsfréttum og ritum og ræðum erlendra og innlendra vísindamanna, rithöf-
unda, herfræðinga, stjórnmála- og blaðamanna, geti auðveldað mönnum að
átta sig á þeim rökum, svo ægiljós sem þau eru orðin, sem hljóta innan tíðar
að hefja kröfuna um friðlýsingu Islands yfir hvert annað dægurmál í vitund
þjóðarinnar og leiða hana til sigurs í baráttunni fyrir öryggi sínu og farsæld
í friðsömum heimi.
Oil meginrök málsins eru því orðin svo ógnarljós, að hverjum manni á að
vera vorkunnarlaust að gera sé grein fyrir þeim og þeirri skyldu sinni að
endurskoða ajstöðu sína nú, hversu og gildar ástœður sem hann kann að hafa
hajt jram til þessa jyrir því að vísa málinu jrá sér, eða vera þeirri stejnu meira
eða minna andvígur, sem jólgin er í kjörorðinu um jriðlýsingu íslands.
Til þess að auðvelda mönnum slíka afstöðubreytingu verður að reyna að
forðast að særa sektartilfinningar þeirra um of. Undir niðri kunna margir að
finna til þess, að þeim hafi yfirsézt um það sem réttara var, og brugðizt með
tómlæti eða andstöðu þeim málstað, sem þeir hefðu átt að verja. Sé mönnum
brugðið of sárlega um slikt, hyllast þeir oft til að flækja einfalt mál sér til rétt-
lætingar, eða þeim flokki í stjórnmálum, sem þeir eiga samábyrgð með. Því
skvldi láta málarekstur fortíðarinnar liggja sem mest í láginni, en klifa aftur
á móti fast á því, sem nú skiptir mestu, að undanfarna mánuði hafa meginvið-
horf ýmist breytzt svo eða skýrzt, að milljónir nranna eru nú fyrst að vakna
til vitundar um ógnarveruleik þessarar aldar og þá ábyrgð um örlög hennar,
sem enginn fær undan vikizt.
Það leiðir einnig af eðli slíks máls að forðast ber að flækja það með spurn-
ingum um annarleg og minniháttar efni, en brýna fyrir mönnum, að það er
hafið yfir spurningar unr hernámsgróða eða kjaraskerðingu, dollara eða
rúblu, kapítalisma eða kommúnisma. Því að sjálft er það spurning unr líf eða
dauða, um frið í heimi eða tortímingu nrannkyns.
Hverjum manni ætti að vera ljóst, að það er fordæmanleg afstaða til þvílíks
máls, ef einstaklingar eða stjórnmálaflokkar láta stundarhagsmuni ráða
nokkru um lrana eða reyna að slá sér á því pólitíska nrynt. Þar sem eldur er
laus og líf og verðmæti í húfi, er ekki unr það spurt, hver íkveikjunni hafi
306