Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 133
FRIÐLÝST LAND
valdið, heldur um hitt, hverju bjargað verði. Veröldin er brennandi hús. Að
magna þann eld eða slökkva, það eitt er spurningin.
Loks ber svo fyrst og síðast að sýna mönnum fram á, til hvílíks vegs í aug-
um heimsins það myndi hefja ísland og íslendinga, og þjóðin vakna til virð-
ingar fyrir sjálfri sér, ef hún kysi sér það hlutskipti, sem hún er kölluð til í
smæð sinni og vopnleysi, að gerast árvökull friðflytjandi með þjóðum og ljá
því orði atfylgi sitt og fordæmi, að sá tími er kominn yfir heiminn, að það er
ekki lengur vörn í öðru fremur en varnarleysi, að þjóðunum stendur ekki leng-
ur voði af öðru fremur en vopnum í eigin höndum, að ógnvaldar þeirra eru
engir fremur en formælendur vopnabúnaðarins í þeirra eigin löndum, og að
það er frumskylda hvers einasta manns við líf heimsins og framtíð hans,
bjartari en óra má fyrir, ef yfirvofandi tortímingu verður afstýrt, að fylgja
fram eftir megni úrslitakröfu þessara tíma um afvopnun og alheimsfrið.
Hlutlaust og friðlýst ísland yrði öllum þjóðum lýsandi viti á leið til þeirrar
tíðar.
307