Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 59
ÞÆTTIR UM MANNANOFN OG NAFNGIFTIR slæð'zt hingað með enskum klerkum og biskupum á fyrstu öld íslenzkrar kristni. Nægir í þessu sambandi að minna á nöfnin Guðini, sem síðar varð Guðni, Játgeir, Játvarður og Vilhjálmur. Þessi tökunöfn eru að því leyti merkileg, að sum þeirra voru tvímyndir norrænna nafna. Svo er til að mynda um nafnið Játgeir, sem var upphaflega hið sama og Auðgeir, og Játvarður var sama nafnið og Auð- varður. Vafasamt er, að íslendingar hafi gert sér grein fyrir merkingu fyrri hluta þessara nafna, þótt síðari hlutinn væri auðskilinn. A 11. öld berst hingað það nafn, sem lengi hefur verið einna almenn- ast allra nafna á Islandi: Jón. Ein- hver fyrsti íslendingurinn, sem bar þetta nafn, var Jón biskup Ogmund- arson hinn helgi. Nafnið Jón er í rauninni stytting á gríska nafninu Jóhannes, sem upphaflega var komið úr hebresku. Af Jóhannesar nafni hafa nokkur önnur nöfn verið mynd- uð, svo sem Jóhann, Hannes og Hans. En hins vegar má skjóta því að hér, að nafnið Jónas, sem löngu síðar komst hér í tízku, er af öðrum stofni og hebreskt að uppruna. Ein ástæðan til vinsælda Jóns-nafnsins er eflaust sú, að svo hét mikilhæfur og heilagur biskup. Og hitt hefur ekki spillt fyrir vinsældum þess, að Oddaverjar tóku nafnið snemma upp. Fyrsti Odda- verjinn, sem var skírður því, var Jón Loftsson, fóstri Snorra Sturlusonar, en Snorri lét son sinn heita Jón. Á 12. öld er farið að skíra börn nöfnum helgra manna og kvenna. Þá komust hér í tízku mörg nöfn, sem hafa verið algeng síðan, svo sem Andrés, Benedikt, Jóhannes, Jakob, Klemenz, Kristójer, Lafranz, sem einnig var notað í latnesku myndinni Laurentius og nú er Lárus, — Mar- teinn, Mattliías, Nikolás, Páll, Pétur, Símon og Steján. Og svipuðu máli gegnir um kvenmannsnöfnin Agatha, Anna, Barbara, Elísabet, EAín, Katrín, Margrét, María og Sesselja. Auk nýju nafnanna sjálfra urðu aðrar breylingar á nafngiftum. Nafn Krists var snennna notað að forlið í samsettum nöfnum á sama hátt og tíðkast um nafn Þórs. Þannig koma fyrir á 12. öld nöfnin Krislrún og Kriströður. Elztu blendingsnöfnin af þessari gerð voru mynduð í samræmi við forna nafngiftasiði, og mörg þeirra hafa auðskilda merkingu á sömu lund og Þórs-nöfnin. Þannig merkir Kriströður þann, sem ann Kristi, og er því sambærilegt við heit- ið Þórður, sem áður var Þórröður og merkti þann, sem unni Þór. Síðari hluti nafnanna virðist vera kominn af nafnaliðnum -jreður, sbr. Hallfreður, Véfreður, en hann var dreginn af sögninni að frjá, sem merkti að elska. Við getum því borið kristnu nöfnin Kristbergur, Kristbjörn, Kristbrand- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 49 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.