Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 75
ÞÁTTUR DRÓTTKVÆÐA í SÖGU HEIMSBÓKMENNTANNA
einkenni þeirra hefur þess vegna ekki getað orðið til af tilviljun. Skýringar-
innar hlýtur að vera að leita í því að bókmenntir voru að verða til.
Og þessi skýring er augljós. Sú afstaða til kveðskaparforms sem er einkenni
dróttkvæðaskálda (ofdýrkun þess) er rangan á afstöðu þeirra til innihaldsins.
Satt er það að skáldin voru sér þess meðvitandi að þau voru höfundar kveð-
skapar síns; þau „gera“ vísur sínar vitandi vits og eru hreykin af kveðskap
sínum. I rauninni áttu skáldin sér höfundarrétt, þó næsta frumstæður væri.
Þau virðast hafa haft nokkra hugmynd um „rithnupl“, svo sem sjá má af sög-
unni um Auðun skáld og stefið sem hann stal frá Úlfi Sebbasyni. Samt er
höfundarréttur þeirra ófullkominn: hann nær aðeins til forms, ekki innihalds.
Kveðskapurinn var skáldunum tæki til að tjá staðreyndir sem höfðu ekki list-
rænt gildi fyrir þau og lágu utan við sköpunarsvið þeirra. Yfirleitt lýsa skáldin
aðeins staðreyndum sem þau sjálf eða samtímamenn þeirra voru vitni að.
Þau hugsuðu ekki upp efni vísnanna, heldur hafði raunveruleikinn ákveðið
það fyrirfram. í verkum þeirra er ekki unnt að finna nein merki um listræna
ujjphugsun, en það er engan veginn sökum þess að þau virðist ekki hafa „list-
rænt hugarflug“. Þau gátu ekki leyft sér listræna upjihugsun af því hún var
þeim sama og venjuleg lygi. Höfundarsjálfsvitund þeirra hafði enn ekki náð
því stigi að mögulegt væri að velja úr þáttum raunveruleikans, alhæfa þá og
umskapa í listræn verk. Þau hafa enn ekki rétt til listrænnar umsköpunar á
staðreyndum. Verk þeirra eru á báðar hliðar fjötruð staðreyndum óalhæfðs
raunveruleika. Það er ekki tilviljun ein að fyrir þeim skipar íþrótt skálda sama
bekk og iþróttin að synda og sitja á hesti eða skjóta af boga. Þessi skáld eru
meistarar forms, en þau eru ekki fullgildir bókmenntahöfundar.
Einkenni dróttkvæða, formfágun, eða „ofvöxtur formsins“, er fornlegt
fyrirbæri. Það er þrep í þróun sjálfsvitundar höfundarins, fyrsta skref á braut
hans til verkfrelsis. Skáldi opnast þessi skilningur, þegar því verður ljóst að
það hefur sjálft sett skáldskaji í form, og af þessu sprettur ofvöxtur formsins,
það er tiltölulegt sjálfstæði þess gagnvart innihaldi. Þessi ofvöxtur er eins og
stökkpallur sem sjálfsvitund höfundar notar til að hefja sig yfir ópersónulega
skáldskaparhefð. Þessi sjálfsskilningur hans er ófullkominn, meðan hann helzt
ekki í liendur við meðvitaða listræna upphugsun. Aðeins með henni nær hann
til efnisins. En dróttkvæðaskáldum var þetta enn órafjarri.
Meðvitund um formið, og þar af leiðandi einnig um að vera meistari þess,
hlaut af eðli sínu að koma upp í bundnu máli, en ekki óbundnu, af því að í
Ijóðagerð er formið miklu áþreifanlegra. Og í þessari merkingu, það er sem
meðvituð bókmenntagrein, hlýtur ljóðagerð að vera eldri en óbundið mál.
TIMARIT máls og menningar
65
5