Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það er ekki tilviljun ein að við höfum engar fregnir af þeim listamönnum
óbundins máls sem kunna að hafa verið samtímamenn elztu skáldanna. En
ekki henta allar greinir ljóðagerðar jafn vel til að vekja meðvitund um að vera
meistari formsins.
Ævaforn frumtegund dróttkvæða eru að sjálfsögðu lofkvæðin. Af því að
ástæðan til lofgerðar er endurtekin, getur form þeirra verið næsta fast og
hefðbundið, á sama tíma sem innihaldið eða að minnsta kosti hið einstaklings-
bundna í þeim nær jafnan til áþreifanlegra staðreynda. Form lofkvæðanna er
eins og eyðublað sem er fyllt út með persónulegum upplýsingum, — nafni hins
lofaða, ætterni hans, herdáðum, örlæti og svo framvegis. Einmitt í þeim teg-
undum, þar sem formið eignast eins konar sjálfstæði vegna breytilegra ein-
staklingsbundinna atriða, getur vaknað meðvitund um formið sem slikt, og
þar getur það auðveldlega vaxið úr hófi. Og hversu hefðbundið sem þetta
form var, varð að endurnýja það í hverju nýju lofkvæði, enda voru skilyrði
einmitt í þeim sérlega hentug til að skapa skáldi meðvitund um að vera meist-
ari formsins, það er sjálfsvitund einstaklingsins sem höfundar.
Sömu skilyrði eru í þeim kveðskap er hefur ekki þann tilgang að lofa, heldur
að niðra, það er í níðinu. Þessar tvær helztu gerðir dróttkvæða eru eins og
sömu stærðir, en með andstæðum forteiknum. Báðar einkennir þær skortur á
venjubundinni efnismeðferð; efni þeirra ákvarðast ekki af venju, heldur af
atburðum, staðreyndum, og í þeim báðum er því varðveitt frjálsræði til að
kveða vísur í hefðbundnu formi. Það er einkennandi sem nútímasafnendur
þjóðfræða fullyrða, að ein aðalundirstaða einstaklingsbundins kveðskapar,
það að mæla af munni fram, sést allra bezt í þeim alþýðukveðskap sem er ekki
hefðbundins efnis, það er fyrst og fremst í harmljóðum (grafljóðum).
Sömu einkenni forms og efnis koma einnig fram í lausavísum skáldanna.
I þeim ríkir sami „ofvöxtur formsins“ og sama „hlutleysisviðhorf“ til efnis.
Staðreyndirnar sem þar er sagt frá eru alltaf einstaklingsbundnar, en aldrei
dæmigerðar né almennar, ■—- það er sannleikur staðreyndanna, en ekki sann-
leikur listarinnar. Þessar staðreyndir eru venjulega mjög tilviljunarkenndar,
koma einu sinni fyrir, lítilvægar, í molum, óskiljanlegar og ógildar sem stað-
reyndir raunveruleikans, eru ekki alhæfðar í listrænni upphugsun, og höfund-
ur hefur ekki umbreytt þeim við að velja úr þeim til listrænnar framsetningar.
Á hinn bóginn voru þessar ýkjur í formi sem einkenndu dróttkvæði ekkert
fráhvarf frá raunveruleikanum. Þvert á móti voru þau samtímamönnum að
nokkru leyti alvarlegri og raunhæfari en kveðskapur síðari tíma manna gat
66