Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 79
ÞÁTTUR DRÓTTKVÆÐA í SÖGU HEIMSBÓKMENNTANNA Það er lil dæmis forvitnilegt að í sögum um elztu arabísk skáld koma fram hliðstæður við íslenzkar sögur um „höfuðlausnina“. Þannig var ]iað uin hið þekkta skáld Nabigha að hann varð fyrir ónáð konungs vegna kvæðis sem hann tileinkaði drottningunni, eins og Ottar svarti. Hann var neyddur til að flýja og ávann sér síðar náð konungs með því að yrkja um hann lofkvæði eitt mikið. Frægt lofkvæði eftir Kac b ibn Zuhair um Múhammeð er í rauninni einnig ort sem höfuðlausn, en skáldið hafði áður verið fjandsamlegt hinni nýju trú. Sagt er að kvæðið liafi haft slík áhrif á Múhammeð að hann hafi gefið skáldinu skikkjuna af herðum sér. A sama hátt og dróttkvæðalistin, var gerð lausavísna mjög útbreidd með Aröbum, og þessar vísur voru að verulegu leyti mæltar af munni fram (eða taldar vera það) og áttu sér alltaf beina or- sök. Loks eru einfalt efni og frumstæð samsetning arabískra lofkvæða tengd tilgerð í brag og stíl, sem oft virðist ótrúleg, því hún mælir móti hinni venju- legu skoðun á þróun kveðskaparlistarinnar, alveg eins og mörgum evrópskum bókmenntafræðingum hefur virzt formtilgerð dróttkvæða ótrúleg. Bókmenntir Austurlanda varðveittu betur forn form en bókmenntir Vestur- landa. Þess vegna er auðveldara að finna drög til samanburðar við dróttkvæð- in í austrænum miðaldabókmenntum en í vestrænum, og þar má finna þau á hærra stigi þjóðfélagsþróunar. Með því að bera saman t. d. íranskar bók- menntir frá 10.—14. öld1 og dróttkvæði, má sjá að það samfélag sem þau lýsa er miklu fornlegra en Iran 10.—14. aldar, en á þeim tímum voru þar til borgir með hundruðum þúsunda íbúa, miðstjórn ríkisvalds og fjölmennu embættis- mannaliði. Og í írönskum bókmenntum er aðaltegundin lofkvæði. Form þeirra var mjög flókið, krafðist mikillar listar og var takmarkað af ströngum kveð- skaparreglum. Reglufjötrar og íhaldssemi sameinast í þessu formi kröfunni um nýjan tjáningarhátt, og henni er að mestu fullnægt með því að auka fjölda möguleikanna og tengja einingar formsins í sem fjölbreyttustum samböndum. Gott sýnishorn er samanburður á Háttatali Snorra og „kasidu“ (lofkvæði) arabíska skáldsins Qivami Mutarrizi sem er í senn bæði lofkvæði og mikill kveðskapur er sýnir möguleika ljóðlistarinnar. Þó er vitanlega tilviljun að þessi kvæði eru jafnlöng (101 vísa hjá Snorra og 102 hjá Qivami). Það er einnig einkennandi að bæði var hæfileikinn til að kveða af munni fram mjög mikill þáttur í írönskum kveðskap og að einstakar íranskar vísur eru í arf- sögnum oft taldar hafa verið mæltar af munni fram. í Austurlöndum lifa fornleg bókmenntaform yfirleitt góðu lífi vegna þess hve þjóðfélagsskipunin er stöðug. í rauninni hefur ofvöxtur forms, sem er ein- 1) Sjá E. G. Brown: A Literary History of Persia, II, Cambridge 1928. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.