Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 97
UMSAGNIR UM BÆKUR
milli aðalatriða og aukaatriða, raunveru-
legra röksemda og hugboða.
Hér verður aðeins drepið á fáeina hluti í
sömu röð og í bókinni.
Ekki verður annað séð en að B. G. hafi
mikið til síns máls um staðaþekkingu og
áttamiðanir söguhöfundar, og kemst hann
að þeirri niðurstöðu að ltann hafi alizt upp
í Múlaþingi en átt lengi heima á Suður-
landi og samið söguna í Arnesþingi; kem-
ur það vel heim við æviferil Þorvarðs Þór-
arinssonar, — en gæti auðvitað einnig átt
við aðra menn sem færri heimildir eru um.
Næstu þrjár ritgjörðir, Myndskerinn
ntikli á Valþjófsstað, Sáttabrúðkaupin á
Hvoli og Regn á Bláskógaheiði, eru bráð-
skemmtilegar esseyjar, — einkum hin
fyrsta, sem jafnframt er rýrust frá vísinda-
legu sjónarmiði. Ymislegur samanburður
Njálu við ævi Þorvarðar er hér athyglis-
verður, þótt aðrir hlutir séu hæpnir. Þótt
víst væri að Barði hafi hér skilið rétt síð-
ustu vísuorðin í draumvísu Hildiglúms:
svo er um Flosa ráð / sem fari kefli („ráð
Flosa er reikult eða á hverfanda hveli“), er
liitt heldur en ekki óvíst að Þorvarður Þór-
arinsson sé með þessum orðum í raun og
veru að lýsa hag sjálfs sín sunnudaginn tólf
vikum fyrir vetur árið 1255. Hitt er annað
mál að það er eflaust rétt athugað að fyrir-
myndir íslendingasagnahöfunda (og ann-
arra) valda oft röskun á eðlilegri frásögn
vegna þess að söguhöfundur sá sem í hlut
á, gáir ekki nógu vel samræmisins í sinni
eigin sögu, — og þetta getur einmitt komið
upp um fyrirmyndina (um þetta mætti
nefna mörg dæmi). B. G. hefur litið svo á
að hér væri ósamræmi af þessu tagi, þar
eð vísuorðin séu í beinni mótsögn við lýs-
ingu sögunnar á ráði eða hag Flosa um
þessar mundir, sem hafi einmitt mótazt af
hiklausri sókn að vissu marki (eins og aug-
ljóst er). — En skilningur hans á vísuorð-
iinum er varla vafalaus og enginn hefur
leyfi til að gjöra ráð fyrir ósamræmi vísu
og meginmáls nema öruggt sé að vísan
verði ekki skýrð í samræmi við frásögnina
(annað mál er það að þessi sjálfsagða regla
hefur margsinnis verið brotin af vísinda-
mönnum). Þessi vísuorð hafa einnig verið
skýrð á annan veg og í samræmi við sög-
una: Svo er um ráð Flosa sem eldibrandur
þjóti. — En að vísu má diaga í efa hvort
mátt hafi kalla eldibrand kefli. Ef til vill
mætti skilja líkinguna við keflið sem veltur
sína leið, á enn einn hátt: skeika verður
að sköpuðu um ráð Flosa. Það væri og í
samræmi við meginmálið.
I ritgjörðunum um stýrimannanöfn í
Njálu og um Orgumleiða o. fl. eru enn
færðar líkur að því að höfundi Njálu hafi
verið mjög hugleiknar frásagnir Sturlungu
af Þorvarði Þórarinssyni; er þar getið
margra hluta bæði furðulegra og merki-
legra um tengsl Njálu og Þorgils sögu
skarða, en aftur á móti verður að telja
meira vafamál um þann lærdóm sem B. G.
hefur af þeim dregið, —- að hér sé um að
ræða vörn fyrir Þorvarð Þórarinsson og að
Njála muni „fyrst og fremst vera skráð í
tilefni af ritun Þorgils sögu skarða“.
Næsta ritgjörð, Ljósvetninga saga og
Saurbæingar, er mjög löng, enda hefur hún
áður hirzt í bókarformi. B. G. hefur hér
dregið fram marga og merkilega hluti um
tengsl Ljósvetninga sögu og Þorgils sögu
skarða auk annarra sagna í Sturlungu, en
sumt er veigalítið, eins og t. d. skýringin á
viðurnefni Hlenna hins skakka í Ljósvetn-
inga sögu, — sem reyndar skiptir ekki
mestu máli hér, — eða þá skýringin á liinni
furðulegu málsgrein Ljósvetninga sögu:
„Þá var mönnum hleypt til féránsdóma á
hvem bæ“, — en tilfyndin er hún.
Höfuðniðurstöður þessarar ritgjörðar
birtast í 16. kafla hennar sem nefnist „Níð-
87