Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Síða 97
UMSAGNIR UM BÆKUR milli aðalatriða og aukaatriða, raunveru- legra röksemda og hugboða. Hér verður aðeins drepið á fáeina hluti í sömu röð og í bókinni. Ekki verður annað séð en að B. G. hafi mikið til síns máls um staðaþekkingu og áttamiðanir söguhöfundar, og kemst hann að þeirri niðurstöðu að ltann hafi alizt upp í Múlaþingi en átt lengi heima á Suður- landi og samið söguna í Arnesþingi; kem- ur það vel heim við æviferil Þorvarðs Þór- arinssonar, — en gæti auðvitað einnig átt við aðra menn sem færri heimildir eru um. Næstu þrjár ritgjörðir, Myndskerinn ntikli á Valþjófsstað, Sáttabrúðkaupin á Hvoli og Regn á Bláskógaheiði, eru bráð- skemmtilegar esseyjar, — einkum hin fyrsta, sem jafnframt er rýrust frá vísinda- legu sjónarmiði. Ymislegur samanburður Njálu við ævi Þorvarðar er hér athyglis- verður, þótt aðrir hlutir séu hæpnir. Þótt víst væri að Barði hafi hér skilið rétt síð- ustu vísuorðin í draumvísu Hildiglúms: svo er um Flosa ráð / sem fari kefli („ráð Flosa er reikult eða á hverfanda hveli“), er liitt heldur en ekki óvíst að Þorvarður Þór- arinsson sé með þessum orðum í raun og veru að lýsa hag sjálfs sín sunnudaginn tólf vikum fyrir vetur árið 1255. Hitt er annað mál að það er eflaust rétt athugað að fyrir- myndir íslendingasagnahöfunda (og ann- arra) valda oft röskun á eðlilegri frásögn vegna þess að söguhöfundur sá sem í hlut á, gáir ekki nógu vel samræmisins í sinni eigin sögu, — og þetta getur einmitt komið upp um fyrirmyndina (um þetta mætti nefna mörg dæmi). B. G. hefur litið svo á að hér væri ósamræmi af þessu tagi, þar eð vísuorðin séu í beinni mótsögn við lýs- ingu sögunnar á ráði eða hag Flosa um þessar mundir, sem hafi einmitt mótazt af hiklausri sókn að vissu marki (eins og aug- ljóst er). — En skilningur hans á vísuorð- iinum er varla vafalaus og enginn hefur leyfi til að gjöra ráð fyrir ósamræmi vísu og meginmáls nema öruggt sé að vísan verði ekki skýrð í samræmi við frásögnina (annað mál er það að þessi sjálfsagða regla hefur margsinnis verið brotin af vísinda- mönnum). Þessi vísuorð hafa einnig verið skýrð á annan veg og í samræmi við sög- una: Svo er um ráð Flosa sem eldibrandur þjóti. — En að vísu má diaga í efa hvort mátt hafi kalla eldibrand kefli. Ef til vill mætti skilja líkinguna við keflið sem veltur sína leið, á enn einn hátt: skeika verður að sköpuðu um ráð Flosa. Það væri og í samræmi við meginmálið. I ritgjörðunum um stýrimannanöfn í Njálu og um Orgumleiða o. fl. eru enn færðar líkur að því að höfundi Njálu hafi verið mjög hugleiknar frásagnir Sturlungu af Þorvarði Þórarinssyni; er þar getið margra hluta bæði furðulegra og merki- legra um tengsl Njálu og Þorgils sögu skarða, en aftur á móti verður að telja meira vafamál um þann lærdóm sem B. G. hefur af þeim dregið, —- að hér sé um að ræða vörn fyrir Þorvarð Þórarinsson og að Njála muni „fyrst og fremst vera skráð í tilefni af ritun Þorgils sögu skarða“. Næsta ritgjörð, Ljósvetninga saga og Saurbæingar, er mjög löng, enda hefur hún áður hirzt í bókarformi. B. G. hefur hér dregið fram marga og merkilega hluti um tengsl Ljósvetninga sögu og Þorgils sögu skarða auk annarra sagna í Sturlungu, en sumt er veigalítið, eins og t. d. skýringin á viðurnefni Hlenna hins skakka í Ljósvetn- inga sögu, — sem reyndar skiptir ekki mestu máli hér, — eða þá skýringin á liinni furðulegu málsgrein Ljósvetninga sögu: „Þá var mönnum hleypt til féránsdóma á hvem bæ“, — en tilfyndin er hún. Höfuðniðurstöður þessarar ritgjörðar birtast í 16. kafla hennar sem nefnist „Níð- 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.