Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 21. ÁRG. ■ IÚNÍ 1960 ■ 3. HEFTI UM NJÓSNIR, UM VÖRN HINS FRJÁLSA HEIMS, OG UM PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ T-*að {;erast stundum á einum eða tveim.dögum atburðir sem orka eins og kastljós á sögu margra liðinna ára. Þá er eins og stofnað sé til sýnikennslu, opinni öllum almenningi; og jafnvel þeir sem ekki hirða um að fylgjast með samtíðarsögunni þegar hún gerist með venjulegum hætti, komast varla hjá að draga sína lærdóma af viðburðum sem opinbera í einu vetfangi leynda örlagaþætti nútímans. Þesskonar sýnikennsla í samtíðarsögu var flug handarískrar flugvélar inn yfir Sovétríkin 1. maí, — eða þó öllu lieldur uppljóstrunin um þetta flug og þar með um stöðugar ferðir handarískra herflugvéla yfir sovézku landi síðan 1956. Þess her að vísu vel að gæta að sá viðburður er ekki svo lærdómsríkur vegna þess að hann leiði í ljós að Bandaríkin stunda rijósnir. Enginn þurfti að láta segja sér það. Það er hlægilegt að gefa í skyn að það sé aðalatriði málsins. Enda hafa fáir orðið til þess að lialda því fram í alvöru aðrir en bandarískir emhættismenn, af íllri embættisnauðsyn, og svo sumir íslenzkir blaðamenn. Nei, njósnir eru starfsemi sem lilotið liefur fulla viðurkenningu í nútímaþjóðfélagi, þó þær séu viðurkenndar á nokkuð sérstakan liátt. Það er sem sé litið á þá starfsgrein á svip- aðan hátt og skækjulifnað, eins og eitt brezkt hlað koinst að orði um daginn. Og eins og skækjulifnaður nýtur vissrar friðhelgi í flestum þjóðfélögum, þ. e. a. s. friðhelgi í laiimi, þannig er njósnastarfsemin einnig að ákveðnu marki friðhelg — í laumi. Það sést t. d. á því að samkvæmt tölum sem ætla má að séu ameriskar að uppruna fær Central Intelligence Agency, yfirnjósnastofnun Bandaríkjanna, 55% af upplýsinguni sfnum frá starfsmönnum sendiráða og öðrum opinberum fulllrúum erlendis. Flug handarískra flugvéla yfir Sovétríkjunum hefur allt aðra og víðtækari þýðingu en venjulegt njósnamál. Það lýsir upp í einu leiftri ýms undirstöðuatriði og sálrænar hakhlið- ar bandarískrar heimspólitíkur og útþenslustefnu, og bregður ennfremur heldur óviðkunn- anlegu ljósi á hlutverk og eðli þeirra „varnarhandalaga" sem Bandaríkjastjórn liefur teygt eins og net utan um allan hnöttinn. Það sem fyrst gerðist eftir að njósnamálið var upplýst var í rauninni það, að Bandaríkja- menn neituðu að sætta sig við að njósnir og lögbrot væru ámælisverð þegar þau væru fram- in af Bandaríkjamönnum. Þeir sætta sig ekki lengur við að bandarískar njósnir séu virðu- legur atvinnuvegur í laumi, lieldur krefjast þeir þess að allur heimurinn veiti þeim opin- hera siðferðilega viðurkenningu. Því að hið algera siðferði og handarísk pólitík eru eitt og hið sama. Gerðir og viðbrögð Bandaríkjamanna í þessu máli hera sem sé vott um hina flekklausu samvizku þeirra. Þeir liafa í eigin augum umhoð frá guði til að frelsa heiminn, þar af leiðandi hafa þeir líka einir leyfi frá guði til að beita hvaða aðferð sem er. Þeir líta svo á að þeir séu hinir réttkjörnu löggjafar heimsins. Þeir álíta sig hafa siðferðileg forrétt- indi til að eiga ítök á við heimaþjóðirnar, og betur þó, í þeim löndum sem þeir kalla frjáls 145 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.