Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 5
RITSTJ ORNAKGREIN
Njósnir eru njósnir, segja þeir, og lofthelgisbrot flugvéla eru siðferðilega óæskileg, en dag-
legt brauð í reyndinni.
Ekkert er sjálfsagðara en að fylgja Bandaríkjantönnum eftir á þann hólm sem þeir velja
sér og sleppa hinum „ógildu" mælikvörðum, hvort sent þeir eru siðferðilegir eða lögfræði-
legir. Það er velkunnugt að herstjórnir láta sig ekki muna um að fremja fullveldisbrot
gagnvart öðrum ríkjum, með flugvélum eða á annan hátt, einkum ef þau ríki eru ekki lík-
leg til að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Bandaríkjamenn hafa t. d. látið það kvisast að
þeir hafi nýlega ljósmyndað alla Kúbu ór lofti — úr U-2-flugvélum. Arið 1958 þurftu þeir
að setja innrásarher á land í Líbanon eins og mönnum mun í fersku minni. Þeir sendu þá
herflutningaflugvélar frá Vestur-Þýzkalandi til Kýpurs, sem brutu lofthelgi Sviss og Aust-
urríkis svo reglulega að þessi tvö ríki voru neydd til að hera fram mótmæli. Þessar full-
veldisyfirtroðslur voru aðeins siðferðilega ámælisverðar en ekki pólitískt. Bandaríkjamenn
telja flugferðir sínar yfir Sovétríkjunum hliðstæðar loflhelgisbrotum gagnvart Kúbu, Sviss,
Austurriki. Samkvæmt „raunsæispólitíkinni" er aðeins dæmt eftir afleiðingum (eða afleið-
ingaleysi) athafnanna. Bandaríkin hafa því rekið árangursríka pólitík með njósnaflugi
sínu yfir Sovétríkjunum; þeint hefur tekizt að ljósmynda iðjuver og hernaðarstöðvar.
Ilinsvegar liafa þeir sýnt með athæfi sínu að þeir voru tilbúnir að hleypa heiminum í bál
og brand.
Þetta er mergurinn málsins. Flugferðir þær sem Bandaríkjamenn hafa tíðkað yfir Sovét-
ríkjnnuni hefðu getað komið af stað þriðju heimsstyrjöldinni, á tímum atómsprengna og
flugskeyta, þegar eina vörnin samkvæmt margbásúneruðunt yfirlýsingum herfræðinganna
felst í því að senda af stað gagnárásarskeytin áður en árásarskeytin eru fallin. Hammar-
skjöld, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefurlátið í ljós þá skoðun að geigvænlegust hætta
stafi nú af því að stríð geti brotizt út af tæknilegri slysni, en ekki af því að eitthvert ríki
muni hrinda því af stað viljandi. Það eru ósköp liins sjálfvirka stríðs. Eins og fyrr er sagt
liafa Ameríkumenn ekki svarað því hvað þeir hefðu tekið til hragðs ef sovézk flugvél
hefði flogið inn yfir Ameríku í söniu hæð og með sama hraða og atómsprengjuflugvél.
Mannkynið á ef til vill nokkuð að þakka því, þó einhverjum nnini finnast skrítið, að rúss-
neskar taugar eru óbilaðri en bandarískar, eins og Critic (Kingsley Martin) kemst að orði
í New Statesman 28. maí sJ.
Bandaríkjamenn hafa brotið ótvíræð alþjóðalög með flugi sínu yfir erlendu ríki: látum
það vera. Hugsjónamennirnir stunda njósnir án nokkurrar blygðunar: það er ekki tiltakan-
legt. Þeir sendu ennfremur njósnaflugvél sína 1. maí yfir Sovétríkin í storkunarskyni rétt
fyrir alþjóðlegan fund sem ef til vill hefði getað orðið gagnlegur: þeir um það. En þeir
hljóta að verðskulda þungan áfellisdónt fyrir að reka njósnir sínar með þvílíku oflæti eins
og þeir bæru enga ábyrgð á lífi mannkynsins og dauða. Unt þann dóm er ekki hægt að
spyrja í alvöru hvort hann sé siðferðilegur eða „raunsæispólitískur" ...
Bandaríkjantenn neita að þeir þurfi að standa reikningsskap gerða sinna. — Utanríkis-
ráðherra Noregs hefur lýst því fyrir sitt leyti hvernig liann ímyndar sér að heimspólitísk
afstaða kosti enga ábyrgð.
Hallvard Lange er stjórnmálamaður sem hefur þjónað handalagspólitík Ameríkumanna
af meiri dyggð en flestir aðrir. Forgöngu hans mega þeir víst þakka að hafa teymt Dan-
mörku og Island á eftir Noregi inn í Atlantshafsbandalagið á sínum tíma. Þó einstaka
147