Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 15
OPIN LEIÐ? að falla í sömu skorður og í upphafi. Einsog í veruleikanum! Otrúa konan uppgötvar í lokin að bóndi hennar er sannkölluð hetja, hún gefur uppá bát- inn öll viðhöldin sín, og fer að halda við manninn sinn einsog í byrjun. Og þú sem vildir skrifa við flatningsborð flytur þig inní salinn. Þú flytur þig uppá sviðið, á eftir verður dansað! Senn muntu syngja barborðinu lof einsog þú lofsöngst flatningsborðið fyrrum. Nú á tímum ættu menn að skrifa við barborð, læturðu ef til vill hafa eftir þér í dagblöðunum. Og eins- og fólkið flykktist áður á togarana fyrir þín orð flykkist það nú í dans- húsin . . . Ég trúi sem sagt að menn þurfi sterk bein til að collaborera.1 Og þó er leikhúsið einmitt samvinna (í ann- arri merkingu). Synge hafði til dæm- is samvinnu við fólkið á Araneyjum, síðan við leikhúsfólkið í Dýflinni, og við áhorfendurna. Að vísu skrifaði hann aldrei við flatningsborð, en það var rifa úr kompunni hans inní eld- húsið. Þú hefur fullt Ieyfi til að hafa samvinnu við herstefnumenn. Ef til vill getur það orðið ávinningur fyrir þig og leikhús þitt, en áreiðanlega þarftu til þess miklu sterkari bein en Synge á Araneyjuin. 1 Franskir menn sem unnu með Þjóð- verjum á stríðsárunum voru kallaðir colla- bos = kvíslingar. Ég hef sem sagt þá trú að ekki sé hægt að þröngva gömlu formi uppá veruleikann. Hann velur sér formið einsog leikritin velja leikstjórann. Þó margir aðgöngumiðar seljist að á- kveðnum útjöskuðum stíl gaman- leika, held ég það beri vott um hug- leysi ef menn rubba upp leikritum í þessum stíl, til að fá marga áhorfend- ur. Jafnvel þó þeir hafi eitthvað að segja munu þeir fyrr eða síðar leggja áherslu á að fá rnarga áhorfendur. Og þetta er ekki leiðin til áhorfendanna. Og höfundur sem hefur eitthvað að segja hugsar ekki svona. Og þó getur stundum verið nauð- synlegt fyrir höfund að fá leikrit sín leikin . . . Þetta verk sem þú lést frá frá þér í gær, þú gætir varla sagt efni þess nema með því að semja annað verk. En því er ekki lokið fyrr en á sviðinu. Og þú losnar ekki við það fyrr en því er lokið. — Persónurnar töluðu útúr vitundinni, hugmyndin tók hold, og fékk mál, þitt, einsog það er -— og þegar leið á vildirðu ná sundurslítandi áhrifum hamskiptanna sem þú þekkir úr veruleikanum .. . ef til vill mundi eitthvað nýtt fæðast! En verkinu er ekki lokið fyrr en á svið- inu: það er hjá áhorfendum sem hið nýja mundi ef til vill fæðast. Falskt leikhús hylmar því yfir stað- reyndirnar. Trútt leikhús birtir okkur ófrýnileika staðreyndanna á fagran hátt, og sáir um leið í okkur þessum 157
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.