Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 23
Á CHOPINHÁTÍÐ í VARSJÁ
kowska, Aleje Jerozolimskie, lesum
við á götuskiltunum, og hér gnæfir
skýjaklúfur við himin, í laginu eins
og bergkristall, hvílandi á fjórum
stórhýsum, sem mynda eins konar
hornsteina hans. „Palac kultury,
L’université — Kongres,“ segir stúlk-
an og lætur bílstjórann aka heilan
hring í kringum þetta mikla húsa-
bákn. Skömmu eftir stígum við út úr
bílnum fyrir dyrum annars háhýsis,
þó miklu lægra, 14 hæSa. Þetta er
Grand Hðtel, og hér eigum viS aS
búa. Stúlkan skilar okkur í hendur
roskinnar konu, fulltrúa Chopin-
nefndarinnar, sem kemur okkur í her-
bergi og afhendir mér dagskrá tón-
fræSinga-fundarins. Hér búa sem sé
hinir lærSu menn, málfræSingar,
sagnfræSingar og fagurfræSingar
tónlistarinnar, komnir hvaSanæva aS
—• og viS líka, vegna þess aS ég baS
um aS fá aS hlusta á fyrirlestra. Þeir
halda „siesta“ — klukkan er rúmlega
1 — en kl. 4 hefst næsta atrenna: fyr-
irlestrar í 4 eSa 5 deildum: um tón-
sköpunartækni Chopins, um undirrót
stíleinkenna á verkum hans, um áhrif
Chopins á aSra tónsmiSi og þeirra á
hann, — ósamræmi í útgáfum tón-
verka hans, — tengsl hans viS þjóS-
lega tónlist ættlandsins, fagurfræSi-
legt mat á verkum hans, o. s. frv., o.
s. frv. Af nógu er aS taka, fyrirlestrar
á öllum tungumálum. Ég er hálfgerS-
ur Sigmundur seintíver á þessu þingi
— 4 dögum á eftir áætlun; — mótinu
er aS ljúka, svo ég held strax af staS
eftir að hafa borðaS á hótelinu, með
götukort í hendinni í áttina til skýja-
kljúfsins, Kúltúr-hallarinnar. Þar,
uppi á 8. hæð, er fundurinn til húsa.
Nú, á leiðinni, get ég virt fyrir mér
borgina og íbúa hennar. Fyrstu áhrif-
in eru þau aS þetta sé mikil borg í
miklu landi: opnar breiðar — mér
finnst alltof breiðar — götur með
húsum svo stórum, að flest ná þau yf-
ir venjulegt hverfi -— hvert og eitt.
Við erum í miðborginni, verzlunar-
hverfinu. Fólkið, sem gengur um göt-
urnar er dökkt yfirlitum, svipmikið,
ber sig vel. Karhnennirnir eru flestir
í dökkum yfirhöfnum með baskahúf-
ur á höfði. KvenfólkiS fjölskrúðugra
eins og gengur. Hmíerðin á götunum
virðist minni en hún er, fyrir þá sök,
að göturnar eru svo breiðar. —
BlaSa. og sælgætisturnar eru á hverju
götuhorni. Ég geng fram hjá stóru
nýju vöruhúsi og virðist nóg á boð-
stólum. Geysistórt, almennings-mat-
söluhús er við hliðina — það er með
sjálfsala fyrirkomulagi — fólkið
streymir út og inn.
Ég spyr til leiðar -— tauta eitthvað
á ensku eða þýzku, pata með höndun-
um og segi loks skýrt og skorinort:
Palac kultury! Ég fæ orðaflaum á
mig aftur og bendingar — og þannig
smánálgast ég höllina; — brátt sé ég
hvar turninn gnæfir álengdar yfir
húsin.
Á einu götuhorninu las ég götu-
165