Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 23
Á CHOPINHÁTÍÐ í VARSJÁ kowska, Aleje Jerozolimskie, lesum við á götuskiltunum, og hér gnæfir skýjaklúfur við himin, í laginu eins og bergkristall, hvílandi á fjórum stórhýsum, sem mynda eins konar hornsteina hans. „Palac kultury, L’université — Kongres,“ segir stúlk- an og lætur bílstjórann aka heilan hring í kringum þetta mikla húsa- bákn. Skömmu eftir stígum við út úr bílnum fyrir dyrum annars háhýsis, þó miklu lægra, 14 hæSa. Þetta er Grand Hðtel, og hér eigum viS aS búa. Stúlkan skilar okkur í hendur roskinnar konu, fulltrúa Chopin- nefndarinnar, sem kemur okkur í her- bergi og afhendir mér dagskrá tón- fræSinga-fundarins. Hér búa sem sé hinir lærSu menn, málfræSingar, sagnfræSingar og fagurfræSingar tónlistarinnar, komnir hvaSanæva aS —• og viS líka, vegna þess aS ég baS um aS fá aS hlusta á fyrirlestra. Þeir halda „siesta“ — klukkan er rúmlega 1 — en kl. 4 hefst næsta atrenna: fyr- irlestrar í 4 eSa 5 deildum: um tón- sköpunartækni Chopins, um undirrót stíleinkenna á verkum hans, um áhrif Chopins á aSra tónsmiSi og þeirra á hann, — ósamræmi í útgáfum tón- verka hans, — tengsl hans viS þjóS- lega tónlist ættlandsins, fagurfræSi- legt mat á verkum hans, o. s. frv., o. s. frv. Af nógu er aS taka, fyrirlestrar á öllum tungumálum. Ég er hálfgerS- ur Sigmundur seintíver á þessu þingi — 4 dögum á eftir áætlun; — mótinu er aS ljúka, svo ég held strax af staS eftir að hafa borðaS á hótelinu, með götukort í hendinni í áttina til skýja- kljúfsins, Kúltúr-hallarinnar. Þar, uppi á 8. hæð, er fundurinn til húsa. Nú, á leiðinni, get ég virt fyrir mér borgina og íbúa hennar. Fyrstu áhrif- in eru þau aS þetta sé mikil borg í miklu landi: opnar breiðar — mér finnst alltof breiðar — götur með húsum svo stórum, að flest ná þau yf- ir venjulegt hverfi -— hvert og eitt. Við erum í miðborginni, verzlunar- hverfinu. Fólkið, sem gengur um göt- urnar er dökkt yfirlitum, svipmikið, ber sig vel. Karhnennirnir eru flestir í dökkum yfirhöfnum með baskahúf- ur á höfði. KvenfólkiS fjölskrúðugra eins og gengur. Hmíerðin á götunum virðist minni en hún er, fyrir þá sök, að göturnar eru svo breiðar. — BlaSa. og sælgætisturnar eru á hverju götuhorni. Ég geng fram hjá stóru nýju vöruhúsi og virðist nóg á boð- stólum. Geysistórt, almennings-mat- söluhús er við hliðina — það er með sjálfsala fyrirkomulagi — fólkið streymir út og inn. Ég spyr til leiðar -— tauta eitthvað á ensku eða þýzku, pata með höndun- um og segi loks skýrt og skorinort: Palac kultury! Ég fæ orðaflaum á mig aftur og bendingar — og þannig smánálgast ég höllina; — brátt sé ég hvar turninn gnæfir álengdar yfir húsin. Á einu götuhorninu las ég götu- 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.