Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heitið Huza. Þá skaut allt í einu upp í huga mér myndum, sem ég hafði séð heima í Reykjavík, — þær voru af Varsjá eins og hún leit út eftir styrj- öldina. Ein þessara mynda sýndi steinahrúgur og brunna gafla — ekk- ert stóð uppi nema járnstólpinn, sem bar götuheitið, en skiltið sjálft hékk þar enn, skakkt og skælt, og á því stóð einmitt þetta sama nafn: ulica Huza. Enginn gat nú, séð að hér hefðu verið rústir, — hér var komin ný stórborg- argata með miklum byggingum. En myndin minnir á hve sárt Varsjá var leikin. Þar stóð ekki steinn yfir steini, eins og sagt er — 85 hundraðshlutar borgarinnar voru ein steinahrúga. Rústir af stöku húsum á stangli hér og þar eins og hraundrangar. Eyði- leggingin var algjör. Þýzku eyðilegg- ingasveitirnar — „Vernichtungskom- mandos“ ■— unnu verk sitt af vísinda- legri nákvæmni: fluttu fyrst allt verð. mætt á brott — kveiktu síðan í hús- unum og létu að lokum jarðýtur jafna allt við jörðu. Af um 950 sögulegum byggingum og minjum voru nærri 800 eyðilagðar. Talið er að 800 þús- und manns hafi farizt. En fólkið kom aftur inn í rústirnar — hraundrang- ana, — sem uppi stóðu, Ijós kviknuðu í auðuin holum rústanna — smátt og smátt fór að færast líf í borgina, hús að rísa, götur að opnast og á 15 árum hefur hið ótrúlega gerzt: Varsjá er risin upp að nýju — nútíma stórborg með 1 milljón og 100 þús. íbúa. íbú- arnir byggðu hana sjálfir upp — frú gruntii. Með þetta í huga virðist ferðamanninum allt eitt undur sem fyrir augu hans ber —- en þó er það undrið mest, hve lífið er sterkt. Ég er nú aftur kominn að skýja- kljúfnum. Þessi tröllastrýta er ekki al- veg af þeirri gerð húsa, sem á Vestur- löndum þykja góð list, turninn er alltof „kolossal“, of þungur, klunna- legur og íburðarmikil — enda er það sagt, að Varsjárbúum þyki hann feg- urstur þegar komið er upp á efstu hæð hans — segjum þá 40. eða svo — og hægt er að líta út yfir borgina. Þá sézt liann hvergi sjálfur! En mitt í rústunum eftir stríðið hefir hann engu að síður verið tákn lífsins. Babels- menn vildu forðum reisa turn, sem tæki upp í himininn svo að þeir tvístr- uðust ekki. Máske hefur eitthvað slíkt vakað fyrir höfundum þessa turns. Óteljandi tröppur og stallar liggja allt í kring og upp að húsinu. Þau fjögur stórhýsi, sem mynda fótstall risans rúma m. a. æskulýðsheimili, 3 leik- hús, 2 bíó, söfn og sal yfir 3 þúsund manns. Yfir aðaldyrum stendur letr- að gylltum stöfum: Palac Kultury i. nauki — höll menningar og vísinda og ber nafn Jóseps Stalíns. Stórhýsi þetta var sem sé gjöf Stalíns til pólsku þjóðarinnar og reist í stríðslok af 5 þúsund rússneskum byggingarverka- mönnum eftir rússneskri teikningu. Ekkert var til sparað. Mannaratröpp- ur blasa við augum þegar inn í and- 166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.