Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heitið Huza. Þá skaut allt í einu upp
í huga mér myndum, sem ég hafði séð
heima í Reykjavík, — þær voru af
Varsjá eins og hún leit út eftir styrj-
öldina. Ein þessara mynda sýndi
steinahrúgur og brunna gafla — ekk-
ert stóð uppi nema járnstólpinn, sem
bar götuheitið, en skiltið sjálft hékk
þar enn, skakkt og skælt, og á því stóð
einmitt þetta sama nafn: ulica Huza.
Enginn gat nú, séð að hér hefðu verið
rústir, — hér var komin ný stórborg-
argata með miklum byggingum. En
myndin minnir á hve sárt Varsjá var
leikin. Þar stóð ekki steinn yfir steini,
eins og sagt er — 85 hundraðshlutar
borgarinnar voru ein steinahrúga.
Rústir af stöku húsum á stangli hér
og þar eins og hraundrangar. Eyði-
leggingin var algjör. Þýzku eyðilegg-
ingasveitirnar — „Vernichtungskom-
mandos“ ■— unnu verk sitt af vísinda-
legri nákvæmni: fluttu fyrst allt verð.
mætt á brott — kveiktu síðan í hús-
unum og létu að lokum jarðýtur jafna
allt við jörðu. Af um 950 sögulegum
byggingum og minjum voru nærri
800 eyðilagðar. Talið er að 800 þús-
und manns hafi farizt. En fólkið kom
aftur inn í rústirnar — hraundrang-
ana, — sem uppi stóðu, Ijós kviknuðu
í auðuin holum rústanna — smátt og
smátt fór að færast líf í borgina, hús
að rísa, götur að opnast og á 15 árum
hefur hið ótrúlega gerzt: Varsjá er
risin upp að nýju — nútíma stórborg
með 1 milljón og 100 þús. íbúa. íbú-
arnir byggðu hana sjálfir upp — frú
gruntii. Með þetta í huga virðist
ferðamanninum allt eitt undur sem
fyrir augu hans ber —- en þó er það
undrið mest, hve lífið er sterkt.
Ég er nú aftur kominn að skýja-
kljúfnum. Þessi tröllastrýta er ekki al-
veg af þeirri gerð húsa, sem á Vestur-
löndum þykja góð list, turninn er
alltof „kolossal“, of þungur, klunna-
legur og íburðarmikil — enda er það
sagt, að Varsjárbúum þyki hann feg-
urstur þegar komið er upp á efstu hæð
hans — segjum þá 40. eða svo — og
hægt er að líta út yfir borgina. Þá
sézt liann hvergi sjálfur! En mitt í
rústunum eftir stríðið hefir hann engu
að síður verið tákn lífsins. Babels-
menn vildu forðum reisa turn, sem
tæki upp í himininn svo að þeir tvístr-
uðust ekki. Máske hefur eitthvað slíkt
vakað fyrir höfundum þessa turns.
Óteljandi tröppur og stallar liggja allt
í kring og upp að húsinu. Þau fjögur
stórhýsi, sem mynda fótstall risans
rúma m. a. æskulýðsheimili, 3 leik-
hús, 2 bíó, söfn og sal yfir 3 þúsund
manns. Yfir aðaldyrum stendur letr-
að gylltum stöfum: Palac Kultury i.
nauki — höll menningar og vísinda
og ber nafn Jóseps Stalíns. Stórhýsi
þetta var sem sé gjöf Stalíns til pólsku
þjóðarinnar og reist í stríðslok af 5
þúsund rússneskum byggingarverka-
mönnum eftir rússneskri teikningu.
Ekkert var til sparað. Mannaratröpp-
ur blasa við augum þegar inn í and-
166