Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR hátíðlegu athöfn á 150. afniælisdegi Fryderyks Chopins. * Keppnin hófst daginn eftir hátíðar- tónleikana, 23. febrúar. Keppendur voru frá öllum löndum og álfum, alls 86 frá 31 landi. Þar var til mikils að vinna, því frægð og frami, auk tug- þúsunda króna í verðlaunum, biðu sigurvegaranna. Dómnefndin var skipuð 30 píanóleikurum og prófess- orum frá ýmsum löndum. Við sáum þá sitja þarna aftan til á svölunum fyrir miðju húsi — hver silkihúfan upp af annarri. Ég þekkti suma þeirra: Kabalevský frá Rússlandi, Horszowsky og Beveridge Webster frá Bandaríkjunum, Arthur Hedley frá Bretlandi, Norðurlandamennirnir Brandell og Riefling, Austurríkis- maðurinn Bruno Seidlhofer, Pólverj- arnir Drzewiecki og Sztompka, for- setar Chopin-félagsins, Halina Stef- anska, Askenase — að ógleymdum heiðursforseta dómnefndarinnar Artur Rubinstein — og fleiri og fleiri — 30 talsins. Þeir sátu með blöð fyrir framan sig, krotuðu í þau við og við athugasemdir og einkunnir, litu þess á milli upp í loftið eða á neglur sér; — þreyttir menn í ábyrgðarmiklu starfi. Við hlustuðum á leik þessara ungu listamanna, sem allir voru innan við þrítugt, 6—7 klukkustundir á dag í 2 áföngum — og má segja, að það hafi verið fróðlegt í hæsta máta að bera saman skilning og túlkun fólks af jafnólíku þjóðerni og þarna kom fram — t. d. Asíuþjóðanna —: Kín- verjar, Japanar, Persar og Indverjar áttu þarna fulltrúa -— Japanar 4, Kín- verjar 3, Indverjar 2 — en flestir þátt- takendur komu frá Bandaríkjum Norðurameríku — alls 7 að tölu. Því miður fórst fyrir af óviðráðanlegum ástæðum, að Þórunn Jóhannsdóttir tæki þátt í samkeppninni af íslands hálfu. Nafn hennar og mynd var prentað í prógramm-bókinni og ís- lenzki fáninn blakti á stöng utan við tónleikahöllina með fánum annarra þátttökuþjóða — en Þórunn var þá nýlega komin til Moskvu, þar sem hún nú dvelur við framhaldsnám hjá Lev Oborin, hafði verið lasin og ekki get- að undirbúið sig undir hina hörðu keppni. Ég efa ekki að hún hefði orð- ið landi sínu til sóma. En hún er enn ung og getur komið fram við næstu keppni að fimm árum liðnum. Reija Silvonen, ung finnsk stúlka, hélt ein uppi heiðri Norðurlanda og stóð sig vel. Nú eru úrslit keppninnar löngu kunn, en ekki átti ég von á því eftir þau kynni, sem ég hafði af þessu fólki í 1. atrennu, að Italinn Pollini hreppti aðalverðlaunin. Mér fannst meira til um aðra: Rússana Kastielski og Zaritskaju, Mexíkanann Block, írönsku stúlkuna Harútúnían. Geta og 170
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.