Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 28
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR
hátíðlegu athöfn á 150. afniælisdegi
Fryderyks Chopins.
*
Keppnin hófst daginn eftir hátíðar-
tónleikana, 23. febrúar. Keppendur
voru frá öllum löndum og álfum, alls
86 frá 31 landi. Þar var til mikils að
vinna, því frægð og frami, auk tug-
þúsunda króna í verðlaunum, biðu
sigurvegaranna. Dómnefndin var
skipuð 30 píanóleikurum og prófess-
orum frá ýmsum löndum. Við sáum
þá sitja þarna aftan til á svölunum
fyrir miðju húsi — hver silkihúfan
upp af annarri. Ég þekkti suma
þeirra: Kabalevský frá Rússlandi,
Horszowsky og Beveridge Webster frá
Bandaríkjunum, Arthur Hedley frá
Bretlandi, Norðurlandamennirnir
Brandell og Riefling, Austurríkis-
maðurinn Bruno Seidlhofer, Pólverj-
arnir Drzewiecki og Sztompka, for-
setar Chopin-félagsins, Halina Stef-
anska, Askenase — að ógleymdum
heiðursforseta dómnefndarinnar
Artur Rubinstein — og fleiri og fleiri
— 30 talsins. Þeir sátu með blöð fyrir
framan sig, krotuðu í þau við og við
athugasemdir og einkunnir, litu þess
á milli upp í loftið eða á neglur sér;
— þreyttir menn í ábyrgðarmiklu
starfi.
Við hlustuðum á leik þessara ungu
listamanna, sem allir voru innan við
þrítugt, 6—7 klukkustundir á dag í 2
áföngum — og má segja, að það hafi
verið fróðlegt í hæsta máta að bera
saman skilning og túlkun fólks af
jafnólíku þjóðerni og þarna kom
fram — t. d. Asíuþjóðanna —: Kín-
verjar, Japanar, Persar og Indverjar
áttu þarna fulltrúa -— Japanar 4, Kín-
verjar 3, Indverjar 2 — en flestir þátt-
takendur komu frá Bandaríkjum
Norðurameríku — alls 7 að tölu. Því
miður fórst fyrir af óviðráðanlegum
ástæðum, að Þórunn Jóhannsdóttir
tæki þátt í samkeppninni af íslands
hálfu. Nafn hennar og mynd var
prentað í prógramm-bókinni og ís-
lenzki fáninn blakti á stöng utan við
tónleikahöllina með fánum annarra
þátttökuþjóða — en Þórunn var þá
nýlega komin til Moskvu, þar sem hún
nú dvelur við framhaldsnám hjá Lev
Oborin, hafði verið lasin og ekki get-
að undirbúið sig undir hina hörðu
keppni. Ég efa ekki að hún hefði orð-
ið landi sínu til sóma. En hún er enn
ung og getur komið fram við næstu
keppni að fimm árum liðnum. Reija
Silvonen, ung finnsk stúlka, hélt ein
uppi heiðri Norðurlanda og stóð sig
vel.
Nú eru úrslit keppninnar löngu
kunn, en ekki átti ég von á því eftir
þau kynni, sem ég hafði af þessu
fólki í 1. atrennu, að Italinn Pollini
hreppti aðalverðlaunin. Mér fannst
meira til um aðra: Rússana Kastielski
og Zaritskaju, Mexíkanann Block,
írönsku stúlkuna Harútúnían. Geta og
170