Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 32
JENO HELTAI
r
Alfheim a st úlkurnar
Jenö Heltai fæddist í Búdapest árið 1871 og ól þar aldur sinn allan. Hann var af gyð-
mgaættum og var því settur til mennta, en hann lauk aldrei lögfræðinámi. Um tvítugs-
aldur gerðist hann blaðamaður, og með penna í hendi haslaði hann sér smám saman völl.
Löngum vann hann þó ýmislegt samhliða ritstörfunum, var um skeið leikritafræðingur
Skopleikhúss og seinna forseti stærsta ungverska útgáfufélagsins, Aþeneums. Af þessum
sökum hafði liann virðingar stórar og komst vel af í veraldlegum skilningi.
Jenö Heltai fékkst við allar greinar ritaðs máls: ljóð, skáldsögur, smásögur, leikrit.
Þekktasti sjónleikur hans, „Hetjan daufdumba“ (sögulegur, rómantískur) er enn í dag
leikinn mánuðum saman fyrir fullu húsi. — I ljóðum Heltais kemur fram léttúðug angur-
værðarkennd stórborgaræskunnar. Ilann leitast við að sameina arfleifð Heines, franskra
söngva og ungverskra þjóðvísna. — I bundnu máli var Heltai aldrei stórbrotinn en nær-
gætinn og mannlegur. Hann prédikar ekki gjarna, heldur iætur persónurnar lifa sínu lífi
óátalið. Viðfangsefnin eru úr umhverfi hans: listamenn og leikkonur, ævintýramenn og
svallarar, hlægilegir broddborgarar.
Jenö Heltai var smáborgaralegur rithöfundur, enda komsl hann aldrei í fremstu röð
ungverskra höfunda. En verk hans áunnu sér miklar vinsældir, bæði innan Ungverjalands
og utan. —- Mesti kostur hans þykir vera hin létta, fíngerða fyndni og andríki tjáningar-
formsins.
Eins og aðrir af hans kynþætti fékk Heltai að kenna á gyðingalögum Horthy-fasismans
eftir 1938. Eðlileg voru viðbrögð hans við hinum róttæku breytingum 1945 að yrkja óð til
frelsisins. Ilann lifði fagra ellidaga í Búdapest, virtur og dáður af stórum lesendahóp.
Hann fékk Kossuth-orðuna, æðstu viðurkenningu ungverska alþýðulýðveldisins, árið 1957.
Skömmu síðar bar lát hans að höndum.
1
A'* lfheimastÚlkurnar voru þrjár. Tvær þeirra siðprúðar, sú þriðja ekki.
Þær siðprúðu hétu Ella og írin, sú sem ekki var siðprúð var kölluð
Púttji. Hún var ekki leikkona, heldur bara show-girl, og eins og hver önnur
þess háttar sýningarmær lifði hún siðlausu lífi. Hún átti nefnilega einn vin,
mjög auðugan, sem ól önn fyrir henni, fékk henni stóra íbúð til umráða, hlóð
á hana skartgripum, peningum og fatnaði, svo að hún reis varla undir.
Ella og írin áttu heima hjá Púttji og fengu hjá henni kjóla, hatta, skartgripi,
174