Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 32
JENO HELTAI r Alfheim a st úlkurnar Jenö Heltai fæddist í Búdapest árið 1871 og ól þar aldur sinn allan. Hann var af gyð- mgaættum og var því settur til mennta, en hann lauk aldrei lögfræðinámi. Um tvítugs- aldur gerðist hann blaðamaður, og með penna í hendi haslaði hann sér smám saman völl. Löngum vann hann þó ýmislegt samhliða ritstörfunum, var um skeið leikritafræðingur Skopleikhúss og seinna forseti stærsta ungverska útgáfufélagsins, Aþeneums. Af þessum sökum hafði liann virðingar stórar og komst vel af í veraldlegum skilningi. Jenö Heltai fékkst við allar greinar ritaðs máls: ljóð, skáldsögur, smásögur, leikrit. Þekktasti sjónleikur hans, „Hetjan daufdumba“ (sögulegur, rómantískur) er enn í dag leikinn mánuðum saman fyrir fullu húsi. — I ljóðum Heltais kemur fram léttúðug angur- værðarkennd stórborgaræskunnar. Ilann leitast við að sameina arfleifð Heines, franskra söngva og ungverskra þjóðvísna. — I bundnu máli var Heltai aldrei stórbrotinn en nær- gætinn og mannlegur. Hann prédikar ekki gjarna, heldur iætur persónurnar lifa sínu lífi óátalið. Viðfangsefnin eru úr umhverfi hans: listamenn og leikkonur, ævintýramenn og svallarar, hlægilegir broddborgarar. Jenö Heltai var smáborgaralegur rithöfundur, enda komsl hann aldrei í fremstu röð ungverskra höfunda. En verk hans áunnu sér miklar vinsældir, bæði innan Ungverjalands og utan. —- Mesti kostur hans þykir vera hin létta, fíngerða fyndni og andríki tjáningar- formsins. Eins og aðrir af hans kynþætti fékk Heltai að kenna á gyðingalögum Horthy-fasismans eftir 1938. Eðlileg voru viðbrögð hans við hinum róttæku breytingum 1945 að yrkja óð til frelsisins. Ilann lifði fagra ellidaga í Búdapest, virtur og dáður af stórum lesendahóp. Hann fékk Kossuth-orðuna, æðstu viðurkenningu ungverska alþýðulýðveldisins, árið 1957. Skömmu síðar bar lát hans að höndum. 1 A'* lfheimastÚlkurnar voru þrjár. Tvær þeirra siðprúðar, sú þriðja ekki. Þær siðprúðu hétu Ella og írin, sú sem ekki var siðprúð var kölluð Púttji. Hún var ekki leikkona, heldur bara show-girl, og eins og hver önnur þess háttar sýningarmær lifði hún siðlausu lífi. Hún átti nefnilega einn vin, mjög auðugan, sem ól önn fyrir henni, fékk henni stóra íbúð til umráða, hlóð á hana skartgripum, peningum og fatnaði, svo að hún reis varla undir. Ella og írin áttu heima hjá Púttji og fengu hjá henni kjóla, hatta, skartgripi, 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.