Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 35
ALFHEIMASTULKURNAR
skyldi koma aftur á morgun .. . Eg svaraði því til, að ég mundi aldrei stíga
fæti framar í skrifstofu lians, og svo fór ég grátandi í burtu. A leiðinni heim
var ég samt að velta þessu fyrir mér, því að það væri skaði að sleppa þessu
ágæta tækifæri .. .
— Náttúrlega! sagði írin.
— Auðvitað! sagði Púttji.
— Mér datt nefnilega í hug, að það væri kannske til önnur lausn . ..
-— Hvernig lausn? spurði Púttji.
— Ef einhver færi til þessa manns og útskýrði fyrir honum, að slíks er ekki
hægt að krefjast af mér. Ef einhver teldi um fyrir honum, svo að hann hagaði
sér eitt sinn eins og sómamaður, en ekki eins og kúgari .. .
— Gott, en hver á að fara? spurði írin.
— Púttji . .. Hún er vel þekkt og kann bæði að koma fyrir sig orði og
vekja aðdáun . . ., svaraði Ella, dálítið hikandi.
Púttji fölnaði:
— Á ég að fara?
— Því ekki það? sagði Ella hugrakkari. Þetta er ekki svo mikil fórn . ..
Annað eins er nú hægt að gera fyrir systur sína. Ég þori að veðja, að það
kostar þig aðeins eitt orð, og þá er staðan veitt mér.
Púttji leit á írin eins og hún byggist við mótmælum frá henni. En írin sagði
bara:
— Þú ert svo góð stúlka, Púttji . . . Þú hefur þegar séð fyrir mér. Eitthvað
máttu til með að gera fyrir veslings Ellu líka . ..
— Og . .. og . . . ef þessi maður heldur sér við . . . ómakslaunin? spurði
Púttji beisklega.
Hinar stúlkurnar brostu hvor til annarrar og sögðu svo báðar í einu:
— Hvaða della, Púttji!
4
Veiting stöðunnar til Ellu virtist einnig færa írin hamingjuna.
— Barnakennari úr höfuðborginni, starfsbróðir Ellu, fór að venja komur
sínar til þeirra og varð ástfanginn af írin. Hún sýndi piltinum heldur ekki
neinn kala, og ástir hans jukust stórlega við vitneskjuna um, að tuttugu þús-
und væru í bakhöndinni.
Ella taldi í hann kjark:
— Biðjið Púttji um hönd systur minnar.
— Hvernig þá? ... Biðja hana? . . .
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
177
12