Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 38
HERMANN PALSSON Uppruni íslenzkrar menningar Hið nýútkomna ritgerðasafn Barða Guðmundssonarer mikil aufúsu- bók öllum þeim, sem áhuga hafa á sögu þjóðarinnar um fyrstu aldir landsbyggðar og á sögu forfeðra vorra, áður land væri numið.* Þótt ritgerðir Barða um uppruna íslenzkr- ar skáldmenntar hafi vakið mikla at- hygli, þegar þær birtust í Helgafelli, hefur þeim furðu lítill gaumur verið gefinn síðan. íslenzkir fræðimenn hafa reynzt furðu tregir til að varpa af sér oki norskra kenninga um upp- runa þjóðarinnar, og nægir í því efni að minna á sögubækur þeirra Bjarnar Þorsteinssonar og Jóns heitins Jó- hannessonar, en þær birtust báðar, eftir að hinar gagnmerku rannsókn- ir Barða Guðmundssonar urðu kunn- ar. Sú skoðun, að íslendingar séu ein- ungis brot af hinni norsku þjóð, fær engan veginn staðizt. Til þess er menning Islendinga of frábrugðin hinni norsku. íslenzkir stjórnarhættir urðu þegar í öndverðu allt aðrir en þeir, sem tíðkuðust í Noregi. Hér urðu konungar eða jarlar ekki ráð- andi, eins og var í Noregi, og hér tíðkaðist ekki óðalsréttur eins og þar. Hins vegar virðist goðorðaskipanin íslenzka aldrei hafa tíðkazt í Noregi, en hún var eins og alkunnugt er eitt af helztu einkennum hins íslenzka alls- herjarríkis. Svipuðu máli gegnir um ýmsa aðra þætti íslenzkrar menning- * Barði Guðmundsson: Uppruni Islendinga — Safn ritgerða —. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, Reykjavík 1959. Auk ritgerðanna um uppruna skáldmenntar og forsögu Islendinga birtast bér fimm greinar, sem hafa orðið fræðimönnum hinn ágætasti leiðarvísir um sögu þjóðarinnar á fyrstu öldum landsbyggðar: Tímatal Ara fróða, Tímatal annála um viðburði sögualdar, Goðorðaskipun og löggoðaættir, Goðorð forn og ný, Uppruni Landnámabókar. Þessar rit- gerðir verða ekki ræddar hér, né heldur þrjár greinar í bókinni, sem varða sögu Skandin- avíu. — Þess er sjálfsagt að geta, að Skúli Þórðarson sagnfræðingur ritar greinagóðan inngang að bókinni. Það, sem helzt má finna að þessari myndarlegu bók, er tvennt: Útgef- endum hefur láðst að semja heimildaskrá, því að stundum er örðugt að átta sig á, við hver rit Barði hefur stuðzt, þótt hann nefni höfunda. Og í öðru lagi hefði verið æskilegt, að skrá yfir atriðisorð og hugmyndaheiti hefði fylgt með. 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.